is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47487

Titill: 
  • Tengsl á milli ástvinamissis og áfallatengds svefnvanda: Lýðgrunduð rannsókn á konum á Íslandi
  • Titill er á ensku The Association of Loss of a Loved One and Trauma-associated Sleep Disturbances: A population-based study of women in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Skortur er á rannsóknum sem skoða tengsl á milli ástvinamissis og áfallatengds svefnvanda (ÁS). Því var markmið rannsóknarinnar að skoða tengsl á milli ástvinamissis og ÁS meðal kvenna á Íslandi, ásamt mögulegum áhættuþáttum fyrir ÁS sem tengjast missinum.
    Aðferð: Notast var við gögn úr Áfallasögu kvenna. Gagnasafnið innihélt 29.395 konur (18-69 ára; meðalaldur 43,6). Notast var við listann Pittsburgh Sleep Quality Index Addendum for PTSD (PSQI-A) sem metur einkenni ÁS á síðastliðnum mánuði. Konur voru spurðar um ástvinamissi, tengsl við hinn látna, tíma frá andláti, orsök andláts og hvernig andlát bar að. Algengishlutföll (AH) með 95% öryggisbilum (ÖB) voru notuð til að meta tengsl á milli einkenna ÁS og þátta sem tengdust ástvinamissinum. Leiðrétt var fyrir aldri, menntun, tekjum, líkamsþyngdarstuðli, reykingum og óhóflegri áfengisneyslu.
    Niðurstöður: 24.144 (82,1%) konur höfðu misst ástvin. Konur sem höfðu misst ástvin voru líklegri til að vera með einkenni ÁS heldur en konur sem höfðu ekki misst ástvin (11,3% á móti 9,3%; AH=1,36, 95% ÖB=1,24-1,49). Að missa barn (AH=1,80, 95% ÖB=1,55-2,08) eða maka (AH=1,64, 95% ÖB=1,40-1,93) hafði sterkustu tengslin við einkenni ÁS. Tími frá andláti hafði einnig tengsl við einkenni ÁS, sterkust hjá konum sem misstu ástvin á sl. sex mánuðum (AH=1,56, 95% ÖB=1,37-1,78). Að missa ástvin sökum ofbeldis (AH=2,09, 95% ÖB=1,44-3,03) hafði sterkustu tengslin við einkenni ÁS þegar orsök andláts var skoðað. Að lokum kom í ljós að það að missa ástvin mjög skyndilega (AH=1,19, 95% ÖB=1,04-1,35) hafði sterkustu tengslin við einkenni ÁS, samanborið við missi sem átti sér langan aðdraganda.
    Umræður: Konur sem höfðu misst ástvin voru líklegri til að vera með einkenni ÁS heldur en konur sem höfðu ekki misst ástvin. Nánari tengsl við hinn látna, styttri tími frá andláti, andlát sökum ofbeldis og mjög skyndilegur missir voru þættir sem tengdust auknum líkindum á að vera með einkenni ÁS meðal kvenna sem höfðu misst ástvin. Niðurstöður benda til þess að ÁS sé vandi sem meðferðaraðilar þurfa að hafa í huga fyrir einstaklinga sem hafa upplifað erfiðan ástvinamissi.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Limited research has investigated the association between the loss of a loved one and the proposed trauma-associated sleep disorder (TASD). Therefore, this study aims to investigate the association between the loss of a loved one and TASD among women in Iceland, including potential risk factors for TASD associated with the loss.
    Methods: Data from the SAGA cohort was used. The study included 29,395 women (18-69 years; mean age 43.6). The Pittsburgh Sleep Quality Index Addendum for PTSD (PSQI-A) was used to assess symptoms of TASD in the past month. Questions regarding the loss of a loved one, relationship to the deceased, time since loss, cause of death, and type of loss were self-reported. Prevalence ratios (PRs) with 95% confidence intervals (CIs) were used to assess the association between TASD symptoms and factors related to the loss. Adjustments were made for age, education, income, body mass index, smoking, and excessive alcohol consumption.
    Results: 24,144 (82.1%) women had lost a loved one. Women who had lost a loved one were more likely to have symptoms of TASD compared to women who had not lost a loved one (11.3% vs. 9.3% respectively; PR=1.36, 95% CI=1.24-1.49). Losing a child (PR=1.80, 95% CI=1.55–2.08) or a spouse (PR=1.64, 95% CI=1.40-1.93) was associated with the highest prevalence increase of TASD symptoms. When time since the loss was assessed, loss within the past six months was associated with the highest prevalence increase of TASD symptoms (PR=1.56, 95% CI=1.37-1.78). Loss due to a violent act (PR=2.09, 95% CI=1.44-3.03) was associated with the highest prevalence increase of TASD symptoms, when cause of death was assessed. Finally, a very sudden loss (PR=1.19, 95% CI=1.04-1.35), was associated with the highest prevalence increase of TASD symptoms, compared to a loss with a long antecedent.
    Conclusion: Women who had lost a loved one were more likely to have TASD symptoms than women who had not lost a loved one. A closer relationship to the deceased, a more recent loss, a loss due to a violent act, and a very sudden loss were factors associated with an increased likelihood of having symptoms of TASD among women who had lost a loved one. Findings suggest that TASD is an issue that clinicians need to consider among individuals who have experienced a difficult bereavement.

Samþykkt: 
  • 3.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thesis_ama_final.pdf777.77 kBLokaður til...01.06.2026HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf221.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF