is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Sálfræðideild / Department of Psychology >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47491

Titill: 
  • Titill er á ensku To be a night owl : the association between chronotype and depressive symptoms mediated by sleep quality among healthy Icelandic upper secondary students
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Research have shown that adolescents with a later chronotype, or a preference toward a later bedtime, report inadequate sleep quantity, worse sleep quality and higher rates of depressive symptoms. However, few research have been conducted among adolescents regarding a mediating role of sleep quality in the relationship between chronotype and depressive symptoms, which in turn is an important age to examine, due to the drastic changes happening in sleep behaviour. Nonetheless, research among young people and adults report that sleep quality partially to fully mediates the relationship. Therefore, the aim of the current study was to examine the relationship between chronotype and depressive symptoms and to explore if the relationship was mediated by sleep quality among Icelandic upper-secondary students. The study was conducted among 195 students (age 15-16), using a cross-sectional sample, and an online questionnaire. The main outcome demonstrated that chronotype did neither predict depressive symptoms (p = .881), nor sleep quality (p = .110), among adolescents. However, worse sleep quality significantly predicted greater depressive symptoms (p < .001). Additionally, the mediation analysis failed to report sleep quality as a mediator between chronotype and depressive symptoms. Further studies are needed to better understand the relationship between these variables among adolescents.
    Keywords: Adolescence, adolescents, chronotype, depressive symptoms, sleep quality.

  • Rannsóknir hafa sýnt að unglingar með seinkaða dægurgerð eða þeir sem fara seinna í háttinn upplifa styttri svefn, verri svefngæði og meiri þunglyndiseinkenni. Það hefur þó lítið verið rannsakað hvort svefngæði miðli sambandinu milli dægurgerðar og þunglyndiseinkenna á meðal unglinga. Þau eru hins vegar mikilvægur aldurshópur að rannsaka, þar sem stórvægilegar breytingar verða á svefnhegðun á því aldurstímabili. Þrátt fyrir það hafa rannsóknir meðal ungmenna og fullorðna sýnt fram á að svefngæði miðli þessu sambandi að hálfu eða fullu. Tilgangur rannsóknarinnar er því að rannsaka hvort það sé samband á milli dægurgerðar og þunglyndiseinkenna og hvort svefngæði miðli þessu sambandi meðal unglinga í íslenskum framhaldsskóla. Rannsóknin var þversniðsrannsókn og framkvæmd með rafrænum spurningalista meðal 195 nemenda á aldrinum 15-16 ára. Helstu niðurstöður sýndu að dægurgerð spáði hvorki fyrir um þunglyndiseinkenni (p = .881) né svefngæði (p = .110). Hinsvegar var marktækt samband á milli svefngæða og þunglyndiseinkenna, þar sem verri svefngæði spáðu fyrir aukningu á þunglyndiseinkennum (p < .001). Enn fremur var tilgátunni um svefngæði sem miðlunarbreytu hafnað. Nánari rannsóknir meðal unglinga eru nauðsynlegar til þess að skilja samband þessara breyta betur.
    Lykilorð: Unglingsár, unglingar, dægurgerð, þunglyndiseinkenni, svefngæði.

Samþykkt: 
  • 4.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Chronotype, depressive symptoms and sleep quality.pdf316.96 kBLokaður til...31.05.2029HeildartextiPDF
Lokun a bsc verkefni.pdf80.94 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna