is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4751

Titill: 
  • Áhrif uppeldisaðferða foreldra á reykingar og áfengisdrykkju unglinga - sambönd borin saman á árunum 1995, 1999, 2003 og 2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort góð tilfinningatengsl (stuðningur og hlýja) á milli foreldra og unglinga ásamt eftirliti og aðhaldi foreldra hafi áhrif á reykingar og áfengisneyslu unglinga þegar stjórnað er fyrir áhrifum vina. Einnig voru borin saman fjögur ár til þess að meta hvort að reykingar og áfengisneysla unglinga væri að aukast eða minnka. Vinir hafa verið álitnir einn mesti áhættuþátturinn fyrir vímuefnaneyslu unglinga, ef ekki sá mesti. Foreldrar geta þó haft áhrif á vímuefnaneyslu barna sinna, jafnvel þótt að það séu bara óbein áhrif í gegnum vinaval barna sinna. Niðurstöður þessarar rannsóknar byggja á gögnum úr könnunum á vegum European School and Other Drugs (ESPAD) frá árunum 1995-2007. ESPAD er stærsta rannsóknarverkefnið á vímuefnaneyslu ungs fólks, en könnunin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og er þýðið skilgreint sem þeir nemendur sem verða 16 ára á því ári sem rannsóknin fer fram. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að reykingar og áfengisneysla unglinga hafa minnkað töluvert frá árunum 1995-2007. Sterkustu samböndin á milli reykinga og áfengisneyslu unglinga er við jafningjahópinn en foreldrar hafa þó að einhverju leyti áhrif á vímuefnanotkun unglinga því að þeir foreldrar sem að fylgjast með því hvar unglingarnir þeirra eru og með hverjum eru ekki eins líklegir til þess að eiga börn sem að neyta vímuefna. Þeir unglingar sem að eiga foreldra sem þeir geta leitað til og fengið stuðning og hlýju hjá eru einnig ólíklegri til þess að reykja eða drekka áfengi. Þeir unglingar sem eiga stranga foreldra virðast aftur á móti vera líklegri til að drekka áfengi og reykja.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4751


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Loka skil.pdf365.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna