en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47512

Title: 
  • Title is in Icelandic Þróun skyldleikaræktar innan íslenska geitfjárstofnsins
  • Inbreeding in the Icelandic goat population
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Íslenski geitfjárstofninn er lítill og lokaður landnámsstofn og er mikilvægt að varðveita erfðafjölbreytileika hans. Skyldleikarækt hefur aukist mikið í stofninum vegna smæðar hans og því hefur verið gripið til aðgerða sem eiga að sporna við henni og með því koma stofninum í jafnvægi. Í þessu verkefni er markmiðið að skoða þróun skyldleikaræktar innan stofnsins og komast að því hvort þessar aðgerðir hafi skilað árangri ásamt því að leggja mat á stöðu stofnsins. Til þess þarf að skoða áhrifaþætti eins og þróun skyldleikaræktar, gæði ætternisgagna, virka stofnstærð og erfðaframlag helstu ættfeðra/mæðra. Til að framkvæma rannsóknina voru fengnar ætternisupplýsingar úr Heiðrúnu og eldri skýrslum sem innihalda gögn yfir alla skráða gripi frá árinu 1962 til 2022. Forritið EVA var notað til að reikna skyldleikaræktarstuðla, PEC5- stuðla og erfðaframlag helstu ættfeðra/mæðra fyrir árin 2010, 2015, 2020 og 2022. Auk þess var heildar stofnstærðin skoðuð og virk stofnstærð metin. Niðurstöður verkefnisins sýna að fjölgað hefur í stofninum og meðal skyldleikaræktarstuðullinn hefur lækkað, er nú 4,2%, og þróunin því á réttri leið. Virka stofnstærðin hefur á sama tíma aukist, er nú 18 gripir, og erfðaframlag helstu ættfeðra/mæðra hefur lækkað sem styður við þær niðurstöður að skyldleikaræktin í stofninum sé að minnka. Gæði ætternisgagnanna eru að aukast með bættum skráningum gripa en þó er mikið óþekkt í gögnunum og því mikilvægt að viðahalda þessari þróun. Þó staða stofnsins hafi batnað er hún engann veginn ásættanleg og því mjög mikilvægt að halda áfram þeirri vinnu sem fram hefur farið. Skyldleikinn er enn mjög mikill, virka stofnstærðin er hættulega lág og stofninn sjálfur er enn í mjög viðkvæmu ástandi.

Accepted: 
  • Jun 4, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47512


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þorvaldur Ragnar, BS-Ritgerð 2024, Þróun skyldleikaræktar innan íslenska geitfjárstofnsins.pdf732,29 kBOpenComplete TextPDFView/Open