is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47513

Titill: 
  • Samspil líkamsþunga íslenskra reiðhrossa við skrokkmælingar
  • Titill er á ensku Interaction of Body Weight Icelandic riding horses with measurements
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenski hesturinn hefur notið mikilla vinsælda bæði hérlendis og erlendis til lengri tíma, meðal annars til útreiðar, keppni, kynbóta og einnig ræktunar. Það færist ætíð í aukana að halda hesta á húsi, og er víða farið að halda hross á húsi allan ársins hring með daglegri útiveru. Þegar kemur að hestahaldi er margt sem þarf að huga að í sambandi við velferð og umhirðu hestsins. Meðalþungi íslenska hestsins er áætlaður um 370 kg, miðað við að hesturinn sé 140 cm á hæð og í reiðhestsholdum (holdastig 3). Erlendis eru nokkrir matskvarðar notaðir til þess að reikna út líkamsþyngd hrossa með skrokkmálum eða öðrum mælingum. En lítið er notast við slíkar aðferðir hérlendis.
    Mikilvægi þess að vita lífþunga hrossa í þjálfun getur verið margþættur. Fóðrun fer eftir ástandi hestsins, líkamsþyngd og holdafar spila þar inn í hversu mikið magn gróffóðurs hesturinn fær. Einnig er mikilvægt að vita líkamsþunga hestsins þegar ákvarða þarf lyfjagjafir þar sem skammtur lyfja fer eftir þunga. Undanfarið hefur borið á umræðu um að reiðhestar skuli einungis bera ákveðið hlutfall af eigin þyngd, og því mikilvægt fyrir knapa að geta áætlað þyngd hrossa nokkuð nákvæmlega. En ekki allir hestamenn eru svo vel búnir í hesthúsinu að eiga stórgripa vigt og þá væri gott að hægt væri að notast við aðrar aðferðir eins og til dæmis skrokkmælingar.
    41 hross á aldrinum 4 – 17 vetra voru vigtuð, holdastiguð og skrokkmæld á Mið-Fossum í febrúar 2024. Þau skrokkmál sem tekin voru, voru hæð á herðar (M1) (cm), hæð á lægsta punkt baks (M2) (cm), hæð á lend (M3) (cm), boldýpt (M4) (cm), bollengd (M5) (cm), brjóstbreidd (M6) (cm), gjarðarmál (M7) (cm), gjarðarmál við hæstar herðar (M8) (cm) og gjarðarmál við lægsta punkt baks (M9) (cm). Meðalþungi hrossa í rannsókninni var 389 kg ± 29,9 kg. Gjarðarmál hafði mest áhrif á líkamsþunga hrossa (metill = 3,53, p < 0,05), en hæð á bak hafði minnst/ómarktæk áhrif (metill = 3,4 , p > 0,05). Niðurstöður leiddu í ljós að nokkuð gott mat má leggja á líkamsþunga hrossa sé gjarðarmál þekkt.
    Spálíkan var notað til að útfæra þyngdarmatsformúlu fyrir íslensk reiðhross.

    Þungi = 1,13M7 + 1,41M8 + 2,31M5 + 3,04M6 - 534,76

    Spálíkanið hafði hátt skýrihlutfall (R2 = 0,94), en ætla má að niðurstöður séu að einhverju leyti takmarkaðar við fjölda hrossa í úrtaki rannsóknarinnar.
    Lykilorð: Íslenski hesturinn, líkamsþyngd, skrokkmælingar.

Samþykkt: 
  • 4.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steindóra Ólöf Haraldsdóttir_BS ritgerð.pdf1,44 MBOpinnPDFSkoða/Opna