is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47515

Titill: 
  • Útbreiðsla rimamýravistar í Skaftárhreppi
  • Titill er á ensku Aerial coverage of aapa mires in Skaftárhreppur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Náttúra Íslands er að mörgu leyti einstök og því hefur það reynst vera nokkur áskorun að flokka íslenskar vistgerðir eftir stöðlum evrópskrar flokkunarkerfa. Evrópsk vistgerðaflokkun og íslensk vistgerðaflokkun eru þó sammála um að sumar vistgerðir þurfi frekar að flokka eftir landgerð og svipmóti frekar en gróðursamsetningu. Ein þeirra vistgerða sem flokkuð er eftir landgerð og svipmóti er rimamýravist. Rimamýravist er sjaldgæf vistgerð samkvæmt vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands og eru landsvæði sem flokkast sem rimamýrar á Íslandi fá. Staðbundin þekking íbúa í Skaftárhreppi bendir til þess að um mögulegt vanmat sé að ræða á vistgerðakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands.
    Í þessari rannsókn voru tvö votlendissvæði innan Skaftárhrepps skoðuð og borin saman við þegar skilgreinda rimamýri, með tilliti til þess hvort þau gætu flokkast sem rimamýrar. Gróðurgreining fór fram á rannsóknarsvæðum og jarðvegssýni voru tekin. Fleiri votlendissvæði innan Skaftárhrepps voru auk þess skoðuð á loftmyndum með tilliti til þess hvort þau gætu einnig flokkast sem rimamýrar.
    Markmiðið var að rannsaka hvort útbreiðsla rimamýravistar í Skaftárhreppi sé umfangsmeiri en skráð útbreiðsla samkvæmt vistgerðakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands. Gróðursamsetning og jarðvegseiginleikar voru skoðaðir til þess að geta skorið úr um hvort rannsóknarsvæðin gætu flokkast sem rimamýravist. Eiginleikarnir voru bornir saman við skilgreiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á rimamýravist. Svæði sem gætu talist sem rimamýrar innan Skaftárhrepps voru skoðuð á loftmyndum og kortlögð í takt við það að íslensk sem og evrópsk vistgerðaflokkun mælir með að rimamýravist sé flokkuð eftir landgerð og svipmóti frekar en gróðursamsetningu.
    Niðurstöður benda til þess að á úttektarsvæðum sé að finna rimamýramynstur. Rimamýramynstrið er sjáanlegt á loftmyndum sem og á jörðu niðri eins og ólíkt gróðurfar á rimum og flóum bendir til. Niðurstöður benda jafnframt til þess að útbreiðsla rimamýra sé meiri innan Skaftárhrepps en áður var talið. Í ljósi þessara niðurstaðna er bent á mikilvægi þess að rimamýrar njóti verndar og að ákvarðanir um landnotkun á slíkum svæðum sé skipulögð í samræmi við verndargildi vistgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 4.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47515


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rimamýravist_BS.pdf1,95 MBOpinnPDFSkoða/Opna