is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47517

Titill: 
  • Eðliseiginleikar jarðvegsins á skriðusvæðum Seyðisfjarðar
  • Titill er á ensku The physical properties of the soil in the landslide areas of Seyðisfjörður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á eðliseiginleikum jarðvegs á Íslandi eru fremur takmarkaðar, ekki síst á þeim er lúta að samloðun moldarinnar. Þó er þær mikilvægt sökum þess að hér á landi er eldfjallajarðvegur sem er þekktur fyrir að vera vatnsheldinn með lága þjálnitölu og litla samloðun. Í þessari rannsókn var athygli beint að skriðunum á Seyðisfirði 2020 og voru sýni tekin skömmu eftir skriðufallið. Vatnsinnihald jarðvegsins við mismunandi vatnsspennu var ákvarðað sem og vatnsrýmd. Þá voru flæðumörk, þjálnimörk og þjálnitala jarðvegsins ákvörðuð. Svörin við rannsóknarspurningunum sem settar voru fram gefa vísbendingu um eðli skriðuefnanna, áhrif mikillar úrkomu á svæði eins og Seyðisfjörð og þá geta svörin hjálpað til við að meta hættuna sem getur stafað af eldfjallajarðvegi í miklum bratta.
    Rannsóknin sýndi að mikið vatn reyndist vera í jarðveginum skömmu eftir að skriðan féll og var vatnsinnihald sýnanna allt upp í 87%. Hluti af jarðveginum var silt og innihélt það mun minna vatn eða um eða undir 10%. Vatnsinnihald við mismunandi spennu sýndi að vatnsrýmd sýnanna var töluverð eða allt upp í 61% en vatnsrýmd siltsins var töluvert minni eða í kringum 10%. Við skoðun á flæðimarki og þjálnimarki sást nokkuð dæmigerð hegðun silts og eldfjallajarðvegs en þjálnitala sýnanna var í öllum tilfellum í kringum núll. Leirmoldin getur þó tekið mun meira vatn í sig en siltið.
    Rannsaka þarf þennan þátt jarðvegsins mun betur þegar kemur að skriðuföllum svo hægt sé að meta betur hættuna sem stafar af lítilli samloðun eldfjallajarðvegs og ákveða mótvægisaðgerðir.

Samþykkt: 
  • 4.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar_Gunnarsson_BS_NU_2024.pdf3,03 MBOpinnPDFSkoða/Opna