is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47518

Titill: 
  • Lífrænn úrgangur í Múlaþingi og möguleikar með notkun jarðgerðarvéla
  • Titill er á ensku Organic Waste in Múlaþing and Potentials of Using Food Waste Composting Machines
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Úrgangsmál eru mikið hitamál og hafa verið í brennidepli síðustu áratugi bæði á heimsvísu og hér innanlands og er Múlaþing þar ekki undanskilið. Auðlindir eru af skornum skammti og ber að meðhöndla úrgang sem auðlind en ekki endastöð þeirra líkt og hefur verið gert lengi. Breytingar á lögum og reglugerðum tengdum úrgangi eru að eiga sér stað bæði á heimsvísu og hér innanlands. Sem dæmi má nefna breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem tóku gildi árið 2023 og fólu meðal annars í sér að ekki er heimilt að urða lífrænan úrgang á Íslandi (Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi) nr. 103/2021). Sveitarfélög á Íslandi eru fjölbreytt og því fylgja misjafnar áskoranir tengdar úrgangsmálum milli sveitarfélaga sem geta verið afskekkt, með fjölbreytta byggð, lítil eða mjög dreifð. Sveitarfélagið Múlaþing var valið fyrir þetta verkefni með tilliti til þess að hægt er að skoða þessi mál út frá mismunandi byggðarlögum. Því fylgja aukin tækifæri til þess að nota þá auðlind sem lífrænn úrgangur er og þau verða sífellt ljósari eftir því sem tækniþróun vindur fram. Jarðgerðarvélar eru eitt þessara tækifæra og má sjá möguleika fyrir sveitarfélagið Múlaþing að nýta sér þessa tækni til að bæta stöðu sína í sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Þetta verkefni snýst um að skoða þann möguleika með vélum frá Pure north. Við vinnslu verkefnisins var notast við opinberar skýrslur, lög og reglugerðir sem og útgefið efni tengt viðfangsefninu og veittu Múlaþing og Pure north greiðan aðgang að upplýsingum í þeirra fórum sem komu verkefninu við. Niðurstöður þessa verkefnis gefa vísbendingar um möguleika á jákvæðum áhrifum á umhverfismál, hagkerfi og samfélag með innleiðingu jarðgerðarvéla í stað þess fyrirkomulags sem nú ríkir.

Samþykkt: 
  • 4.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð lífrænn úrgangur í Múlaþingi Lokaútgáfa Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir.pdf814.98 kBOpinnPDFSkoða/Opna