is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47519

Titill: 
  • Náttúrufræðikennsla - er hún út á túni?
  • Titill er á ensku Science lesson - is it out in the blue
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að lesa landið og hafa þekkingu til þess er okkur nauðsynlegt, með því getum við stuðlað að betri nýtingu og umgengni. Við lærum um landið, dýra og jurta flóru, jarðveg og það sem lítur að jörðinni okkar sem heimkynnum alls sem lifir. Hæfni okkar sem þegnar samfélagsins aukast þar sem við erum upplýst um sjálfbærni, umhverfisáhrif, loftslagsógnanir og allt það sem bæði getur hraðað heimsenda eða endurbyggt aldingarðinn Eden.
    Þetta verkefni er heimildaritgerð þar sem stuðst er við lög og reglugerðir um háskóla, menntun kennara, aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt heimasíðum ýmissa skóla. Engin eiginleg eða megindleg rannsókn var gerð heldur eingöngu stuðst við þær upplýsingar sem hægt var að finna á veraldarvefnum um nám og kennslu í náttúrufræði.
    Hvernig er staðið að náttúrufræðikennslu nú á dögum á öllum skólastigum og hvernig getur hún myndað heildstæða brú. Sá möguleiki gæti verið fyrir hendi að náttúrufræðin sé ekki eins sýnileg og haldið er og bæði minni tími og áhersla lögð á hana þegar farið er eftir öllum verkferlum í kennslu. Með því að skoða kennsluferil náttúrufræðigreina og hvernig Landbúnaðarháskóli Íslands setur fram sitt náttúrunám er möguleiki á að glöggva sig á hvort eða hvar pottur er brotin í ferlinu.

Samþykkt: 
  • 4.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf1,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BS ritgerð.pdf1,03 MBOpinnPDFSkoða/Opna