is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47520

Titill: 
  • Notkun tildurmosa til mælinga á þungmálmum
  • Titill er á ensku The use of mountain fern moss for the measurement of heavy metals
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þungmálmar eru náttúruleg frumefni sem má finna í öllum vistkerfum við mismunandi styrk. Þeir myndast í umhverfinu á náttúrulegan hátt en einnig geta þeir orðið til af mannavöldum. Margir þungmálmar á borð við járn, kopar og sínk eru nauðsynlegir fyrir eðlilega lífsstarfsemi en þegar styrkur þungmálmanna fer yfir ákveðin mörk verða þeir hins vegar eitraðir. Aðrir þungmálmar eru hættulegir í litlum styrk og getur neysla þeirra haft verulegar og neikvæðar afleiðingar á neytandann ef þeirra er neytt.
    Aukin umhverfisvitund og skilningur á þungmálmum ásamt sífellt strangari reglugerðum um mengunarvarnir hafa haft mikil áhrif á skilning okkar á skaðsemi þungmálmamengunar. Vegna eðlis þungmálma og þeirra skaðlegu áhrifa sem þeir geta haft er mikilvægt að koma í veg fyrir þungmálmamengun og er vöktun styrkleika þungmálma í umhverfinu mikilvægur hluti þess. Hraðar og nákvæmar mælingar eru því mikilvægar til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunarinnar. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir hinar ýmsu aðferðir sem eru notaðar við mælingar þungmálma. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að greina þá aðferð að notast við tildurmosa við mælingar á þungmálmum í umhverfinu. Tildurmosi, eðli hans og útbreiðsla ásamt því hvernig hann er notaður við mælingar á þungmálum er yfirfarið og leitast er við að svara því hvort að tildurmosi sé heppilegur til mælinga á þungmálmum til lengdar.

Samþykkt: 
  • 4.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun tildurmosa til mælinga á þungmálmum.pdf783,23 kBOpinnPDFSkoða/Opna