Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47521
Bændur rækta landið sitt meðal annars með því að nota búfjáráburð og tilbúin áburð. Allur áburður inniheldur ýmis næringarefni meðal annars köfnunarefni (N), fosfór (P) og kalí (K). Plöntur taka upp hluta af þessu næringarefnum. Nokkur hluti getur bundist í jarðveginum en hluti næringarefnanna berst með afrennslisvatni af túnum.
Í þessari rannsókn var afrennslisvatn af völdum túnum í Garði í Hegranesi mælt en tveir skurðir sem liggja í Garðsvatn voru stíflaðir til þess að hægt væri að gera mælingarnar. Mælt var í stíflunum hæð yfirfalls í sentímetrum, sýrustig (pH), hitastig, ammóníum (NH4+) og nítrat (NO3-). Í Garðsvatni var einnig mælt hitastig, sýrustig, ammóníum og nítrat. Magn blaðgrænu α var mælt á þremur stöðum í vatninu. Þær staðsetningar eru þar sem að skurðirnir tveir sem voru stíflaðir renna í vatnið og þar sem vatnamælingar voru gerðar í vatninu.
Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort afrennslisvatn túna hefði áhrif á þörungablóma í Garðsvatni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að það eru ekki merki um ofauðgun ef horft er á niðurstöður blaðgrænu α mælinga. Hins vegar var mikið magn af nítrati að skila sér með afrennslisvatni túna í skurðina en töluvert minna magn af ammóníum. Hátt magn nítrats gæti stafað af magni köfnunarefnis sem kemur með áburði á túnin. Þrátt fyrir það virðist útskolun köfnunarefnis af túnum vera innan eðlilegra marka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs.ritgerð_Rakel_Þorbjörnsd.pdf | 1,41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |