Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47523
Með tilkomu þéttingu byggðar í hinu mannlega umhverfi verður sífellt mikilvægara að taka sálfræðilega þáttinn, andlega heilsu íbúa inn í myndina þannig að íbúar geti fullnægt hversdagslegum þörfum sínum. Þarfir íbúa og græn svæði innan þéttbýla víkja oft fyrir byggingum við þéttingu byggðar. Oft verður því lítið eftir af svæðum sem auka vellíðan notenda, þrátt fyrir að þessi svæði séu sífellt mikilvægari því meira sem þétting byggðar verður. Nú til dags er sífellt meiri vitundarvakning um mikilvægi gróðurs innan þéttbýla til að hlúa að bættri andlegri heilsu íbúa. Tré, gras og gróður eru talin hafa jákvæð áhrif og auka vellíðan almennings. Á Íslandi vinnum út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eitt af þeim markmiðum er heilsa og vellíðan. Með því að taka andlega heilsu og vellíðan almennings inn í skipulagsferla þéttbýla þá er unnið út frá einu af megin markmiðum Sameinuðu þjóðanna og stuðlað að betra lífi og umhverfi fyrir alla.
Í hjarta miðbæjarins á Akureyri stendur fótboltavöllur sem áður gegndi hlutverki heimavallar íþróttaliða bæjarins. Í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 kemur fram að á næstu árum fái völlurinn nýtt hlutverk og uppbygging komi til með að vera við Akureyrarvöll.
Með þessu verkefni vill höfundur sýna fram á þá möguleika sem þetta dýrmæta svæði innan bæjarins býður upp á. Í hönnunartillögu verkefnisins verða íbúar hafðir í forgrunni og umhverfið sniðið eftir þeirra þörfum til að stuðla að sem mestri notkun, ánægju og vellíðan íbúa og gesta við búsetu svæðisins. Með því að skipuleggja svæðið á þann hátt stuðlar höfundur að bættum lífsgæðum og heilbrigðara samfélagi til framtíðar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð LOKA, AI.pdf | 56,36 MB | Open | View/Open |