Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47524
Náttúruleg leiksvæði, ferli vatns og ofanvatnslausnir á völdum svæðum í Úlfarsárdal
Í verkefninu er skoðað hvernig náttúruleg ferli í þéttbýli, eins og vatnsferli, geta verið gerð sýnileg og aðgengileg fyrir börn í gegnum leik og hönnun landslags. Höfundur rannsakaði hvernig sameina má ofanvatnslausnir og leikstaði til að skapa fræðandi og skemmtilega reynslu sem örvar skilning barna á umhverfi sínu. Þar er lögð áhersla á notkun náttúrulegs efniviðar og sköpun rýmis þar sem börn geta upplifað og lært um vatn á fjölbreyttan hátt.
Markmiðið með verkefninu er að sýna mikilvægi náttúrulegra ferla með því að þróa hönnun sem er ekki aðeins sýnileg heldur einnig aðgengileg fyrir börnin. Hönnuninni er ætlað að samþætta upplifun um vatnsferli við náttúrulrgar aðstæður, og sérstaklega hvernig hægt er að gera þessi ferli aðlaðandi og skiljanleg fyrir börn.
Hluti af undirbúning verkefnisins var að skoða ýmis svæði eins og Stora Holmen í Örebro og Norra Djurgårdsstaden í Stokkhólmi, sem byggja á náttúrulegri og sjálfbærri hönnun. Á þessum svæðum eru blágrænar ofanvatnslausnir notaðar til að draga úr flóðahættu og bæta líffræðilegan fjölbreytileika í þéttbýli.
Sem hluta af greiningarvinnu heimsótti höfundur frístundarheimilið Úlfabyggð í Dalskóla til að ræða við börn um ferðir þeirra til og frá skóla og uppáhalds leiksvæði þeirra í hverfinu. Notast var við A3 kort og kortasíðu ja.is til að hjálpa börnunum að kortleggja leiðir sínar og áhugaverða staði. Þátttakendur voru 18 börn úr fyrsta og öðrum bekk, börnin lýstu hvernig þau leika sér og ferðast í hverfinu, sérstaklega um þá staði sem þau finna aðlaðandi og nefndu mörg Leirtjörn. Gögnin sem urðu til voru svo nýtt við gerð viðmiða fyrir hönnun leikstaða.
Í hönnunarferli verkefnisins er lögð áhersla á víxlverkun vatns og leiks og nýtingu náttúrulegs umhverfis til að skapa fræðandi og hvetjandi rými fyrir börn, sem styður við og dýpkar skilning og virðingu fyrir náttúrunni.
Abstract
In the project, the focus is on how natural processes in urban areas, such as water cycles, can be made visible and accessible to children through play and landscape design. The author explored how to integrate natural surface water solutions and playgrounds to create an educational and enjoyable experience that enhances children's understanding of their environment. Emphasis is placed on using natural materials and creating spaces where children can experience and learn about water in diverse ways.
The project's objective is to demonstrate the importance of natural processes by developing a design that is visible and accessible to children. The design aims to incorporate education about water cycles into natural play, specifically how these processes can be made appealing and understandable to children.
The project preparation involved examining areas such as Stora Holmen in Örebro and Norra Djurgårdsstaden in Stockholm, which are based on natural and sustainable design. Blue-green surface water solutions in these areas reduce flood risks and enhance biological diversity in urban settings.
As part of the analysis, the author visited the after-school centre Úlfabyggð in Dalskóla to discuss with children their travel to and from school and their favourite playgrounds in the neighbourhood. An A3 map and the mapping site ja.is was used to help the children map their routes and points of interest. Participants were 18 children from first and second grade who described how they play and travel in the neighbourhood, particularly around places they find appealing, with many mentioning Leirtjörn. The data collected were then utilized in the design process.
In the design process of the project, emphasis is placed on the interaction of water and play and the use of the natural environment to create educational and inspiring spaces for children, which support a deeper understanding and respect for nature.
| Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
|---|---|---|---|---|---|
| Gerður Dýrfjörð_lokaverkefni.pdf | 28,57 MB | Open | View/Open |