en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47526

Title: 
  • Title is in Icelandic Öskjuhlíð - aðgengi og öryggi á opnu svæði
  • Öskjuhlíð - Accessibility and safety in an open area
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Öskjuhlíð hefur í gegnum tíðina verið í næsta nágrenni við heimili mitt og því er umhverfið mér nokkuð kunnugt. Á fullorðinsárum hefur Öskjuhlíðin einnig verið innan seilingar frá vinnustað mínum. Ég hef því orðið vör við þær breytingar sem orðið hafa við Öskjuhlíð á liðnum árum. Borið hefur á aukinni umferð með árunum, enda fjölbreytt starfsemi þar allt um kring.
    Ég geng talsvert og hjóla um stígana sem liggja meðfram Öskjuhlíð en það fer eftir árstímum, birtu og veðri hver ferðamátinn verður. Leið mín liggur þó aldrei inní sjálfa Öskjuhlíð, jafnvel þó leiðinni sé heitið yfir í hlíðahverfi frá stígunum við Nauthólsvík. Ég vel frekar að halda áfram stíginn vestanmegin meðfram Öskjuhlíð við Hlíðarfót.
    Í þessu verkefni leikur mér forvitni á að vita hvort fleiri eru sama sinnis og stefni að því að rýna í upplifun annara á öryggisupplifun í Öskjuhlíð ásamt aðgengi. Í mínu tilfelli er ástæðan fyrst og fremst óaðlaðandi inngangar, fáfarið og dimmt svæði. Þegar ég viðraði þessa hugleiðingu mína óformlega við aðra í kringum mig, voru margir sammála mér. Margir nefndu upplýsta stíga Fossvogsdalsins sem ákjósanlegri stað til að fara um. Mér fannst því ákveðin áskorun að kanna hvort Öskjuhlíðin geti verið svæði sem nýtist betur sem opið öruggt útivistarsvæði á öllum tímum ársins. Ég leita því svara hér með verkefni þessu hvort hugsanlega sé hægt að auka nýtingu og aðgengi Öskjuhlíðar og hvernig best væri að útfæra hentugar leiðir sem til þess gætu leitt.
    Ég skoðaði grunnupplýsingar um svæðið og sögu þess. Öskjuhlíð er með ríka sögu og mikið hefur verið ritað um þetta opna svæði innan borgarmarka.
    Lykilorð: Öskjuhlíð, öryggi, aðgengi, öryggismál, opin svæði, lýsing, náttúra, menningarminjar

Accepted: 
  • Jun 4, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47526


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_IngunnSig_mai2024.pdf16,19 MBOpenPDFView/Open