Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47532
Tilgangur: Það er óljóst hversu algengt er meðal Íslendinga að nýta sér tannlæknaþjónustu erlendis. Markmið rannsóknar var að fá innsýn í reynslu og viðhorf notenda ásamt því að kanna hvaða hvati lá að baki ákvörðunartöku þeirra. Aðferðir: Notuð var þversniðsrannsókn og gögnum safnað með rafrænum spurningalista. Úrtak rannsóknarinnar var sótt í opna og lokaða notendahópa um tannlækningar erlendis á samfélagsmiðlinum Facebook. Leitast var eftir snjóboltaúrtaki þar sem þátttakendur í rannsókninni gátu dreift spurningalistanum gegnum eigið tengslanet til allra þeirra sem viðfangsefnið gat átt við. Notast var við tölfræðiforritið Jamovi og megindlega lýsandi tölfræði til að birta niðurstöður.
Niðurstöður: Alls tóku 364 þátt í rannsókninni, meiri hluti þeirra voru konur (58,9, n=254), algengast var að þeir væru á aldursbilinu 40-69 ára (72%, n=261). Rúmur helmingur hafði notað tannlæknaþjónustu erlendis (48,6%, n=176) og var Ungverjaland algengasti áfangastaðurinn (81,9%, n=145). Ákvörðunartaka þeirra var aðallega byggð á hárri verðlagningu á tannlæknaþjónustu á Íslandi (68%, n=119) og hagkvæmari verðlagningu erlendis (70,3%, n=123). Eftirsóttustu meðferðirnar voru föst tanngervi (67%, n=118), tannhreinsun (55,7%, n=98) og ígræðsla tannplanta (54%, n=95). Marktækur munur var á jákvæðu viðhorfi til þjónustunnar milli þeirra sem höfðu fyrri reynslu af tannlækningum erlendis og þeirra sem höfðu hana ekki (p<0,001). Ályktun: Rannsóknin varpar ljósi á algengi og hvata bak við notkun Íslendinga á tannlæknaþjónustu utan landsteina og dregur fram kostnaðarsjónarmið sem mikilvægan hvata í ákvarðanatöku þeirra. Góð tannheilsa er lýðheilsumál, því ættu heilbrigðisyfirvöld að íhuga hvernig er hægt að bæta aðgengi almennings innanlands að tannheilbrigðisþjónustu á viðráðanlegu verði. Ábyrgðarskilmálar hjá erlendum tannlæknastofum takmarka frelsi neytenda til að leita til annarra fagmanna ef á þarf að halda og eftirfylgni með meðferðinni er ekki alltaf tryggð hér á landi
Efnisorð: Ferðatannlækningar, erlend heilbrigðisþjónusta, ferðalækningar, tannsmíði
Purpose: The prevalence of Icelanders utilizing dental services abroad remains unclear. This study aimed to gain insight into user experiences and attitudes, as well as to explore the motivations behind their decision-making process. Methods: A cross-sectional study was conducted, collecting data through an online questionnaire. Participants were recruited from open and closed user groups on Facebook related to dental treatments abroad. Snowball sampling was employed to allow participants to distribute the questionnaire within their own networks. Statistical analysis was performed using the Jamovi statistical software, presenting descriptive statistics to report the findings.
Results: A total of 364 people participated in the study, with majority being female (58.9%, n=254), most commonly aged between 40-69 years (72%, n=261). Approximately half had utilized dental services abroad (48.6%, n=176), with Hungary being the most frequent destination (81.9%, n=145). Their decision-making was primarily influenced by the higher cost of dental services in Iceland (68%, n=119) and more favourable pricing abroad (70.3%, n=123). The most sought-after treatments were fixed dental prostheses (67%, n=118), professional dental cleaning (55.7%, n=98), and dental implant therapies (54%, n=95). Significant differences in attitudes towards the services were observed between those with and without prior experience (p<0.001) of using dental service abroad. Conclusion: The results shed light on the prevalence among Icelanders of utilizing dental services abroad, mainly due to lower prices overseas and higher prices in Iceland. Public health authorities should consider how access to dental healthcare services domestically can be improved at a reasonable cost. Liability terms set by dental clinics abroad restrict consumers' freedom to seek alternative professionals if continuity of care is not always guaranteed in Iceland.
Key words: Dental Tourism, Cross-border Dental Care, Medical Tourism, Dental technology
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ferdatannlaekningar_2024.pdf | 1,11 MB | Locked Until...2026/01/01 | Complete Text | ||
image0.jpeg | 2,51 MB | Locked | Declaration of Access | JPG |