Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47546
Mannúðarkrísa á stríðstímum: Skoðun á sambandi alþjóðalaga og fullveldis, með hliðsjón af átökunum í Ísrael og Palestínu.
Fullveldi ríkja hefur lengi verið lykilhugtak sem mótar alþjóðasamskipti og stjórnkerfi á heimsvísu. Einnig þýðingarmikill þáttur í því að verja ríki frá utanaðkomandi ógnum sem og í því að tryggja jafnrétti á milli ríkja heims, en það er grundvallarþáttur í því að viðhalda öryggi á alheimsvísu. Þegar stríð brestur á vakna hins vegar oft efasemdir um fullveldishugtakið. Hver hefur vald til að grípa inn í slíkum aðstæðum? Er til lagarammi sem skyldar ríki og alþjóðastofnanir til að bregðast við, eða er aðeins um pólitískt viðfangsefni að ræða?
Í þessari ritgerð er leitast við að svara framangreindum spurningum með því að skoða rannsóknarspurninguna: Hvaða úrræði eru fyrir hendi að alþjóðalögum til þess að takast á við mannréttinda- og mannúðarkreppu á stríðstímum, með hliðsjón af reglum um fullveldi ríkja?
Þær reglur sem gilda í stríði, fullveldi ríkja, sáttarferli og íhlutun þriðja aðila verða skoðaðar. Í þessu samhengi verður tekið sérstaklega til skoðunar hvernig framangreindar reglur eiga við í yfirstandandi vopnuðum átökum á milli Ísrael og Palestínu ásamt því að viðfangsefnið verður sett í samhengi við fyrri átök og greindar verða heimildir á borð við dóma alþjóðlegra dómstóla og heimildir sem stafa frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær, að alþjóðlegur lagarammi er fyrir hendi sem nær utan um mannúðarkrísur í vopnuðum átökum, allt frá diplómatískum úrlausnum og til hernaðaríhlutana. Þrátt fyrir það veitir lagaramminn litla hvatningu fyrir ríki til þess að taka þátt í slíkum aðgerðum, m.a. vegna pólitískra áhrifa. Sá lagarammi sem er fyrir hendi er þó mikilvægur og tilvist hans nauðsynleg til þess að tryggja mannúð og mannréttindi einstaklinga í vopnuðum átökum, þó mikið svigrúm sé til þess að styrkja hann enn frekar.
Navigating humanitarian crisis in armed conflict: Exploring International Legal Frameworks and Sovereignty Dynamics with the Israel-Palestine Conflict as a Precedent
State sovereignty is a crucial concept that has influenced international relations and global government for many years. It is the foundation of customary international law and is essential to preserving world peace and security. It is a defense mechanism against foreign threats, and guarantees state equality, vital for maintaining international security. However, when wars occur, this concept gets questioned. Who possesses the authority to intervene when wars occur? Is there a legal framework that mandates states and international organizations to act in such situations, or is it simply political?
This thesis aims to tackle these questions by exploring the following research question from a legal standpoint: What resources international law offers for addressing human rights and humanitarian crises when armed conflict erupts, particularly concerning the sovereignty of states?
Given the ongoing and uncertain nature of the Israel-Palestine conflict, the author examines rules of warfare, state sovereignty, reconciliation, and third-party interventions and how they can possibly be applicable in the current situation - analyzing former precedents in similar scenarios, such as relevant cases by the competent international courts and United Nations authorizations.
The primary conclusion of this thesis is that an international legal framework exists for handling situations in times of conflict, from diplomatic solutions to military interventions. However, the system that pressures states' involvement in such matters is weak because of its political influence. Nonetheless, it is a critical system, and its existence is crucial, but there might be room for improvement.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-Donika-Lokaaa.pdf | 843,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |