Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47555
Meginmarkmið ritgerðar þessarar er að skoða hverjar skattalegar afleiðingar eru fyrir félög og hluthafa þeirra þegar skipting félaga uppfyllir ekki skilyrði laga um tekjuskatt nr. 90/2003 (tsl.). Til þess að skipting geti farið fram án skattlagningar nægir ekki að hún uppfylli aðeins skilyrði tekjuskattslaga heldur þarf hún einnig að uppfylla þau skilyrði sem henni eru sett í einka- og hlutafélagalögum. Þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt er að finna í 52. gr. tsl. og verður einkum lögð áhersla á gagngjaldsskilyrði greinarinnar. Í því samhengi verður sjónum beint að því hvenær skilyrði þetta er uppfyllt og hvenær ekki. Höfundur fjallar um samspil raunveruleikareglu 1. mgr. 57. gr. tsl. við gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 52. gr. ásamt því að varpa ljósi á hvort þörf sé á að beita þessum reglum samtímis. Einnig er fjallað um túlkun á skiptingarákvæði tekjuskattalaganna og hvort sú regla sé meginregla eða undantekning. Þegar gagngjaldsskilyrði 52. gr. hefur ekki verið uppfyllt hefur reynt á það hvort um sé að ræða tvöfalda skattlagningu. Í lokaköflum ritgerðarinnar fjallar höfundur um það hverjar eru afleiðingar þess að skipting uppfylli ekki skilyrði tekjuskattslaga sem og um það óvissustig sem er í framkvæmd hvað varðar það hvenær gagngjaldsskilyrðið telst uppfyllt við ákveðnar aðstæður.
Niðurstaða höfundar er sú, að skattaleg afleiðing þess að skipting hafi ekki farið fram með réttum máta er að opinber gjöld félaga eru endurákvörðuð og greiðir félagið skatt af söluhagnaði þeirra eigna sem runnu í viðtökufélagið við skiptinguna. Þegar skipting uppfyllir ekki skilyrði 1. mgr. 52. gr. hafa yfirskattanefnd og dómstólar verið sammála um að ekki eigi að endurákvarða opinber gjöld hluthafa. Þegar ákvörðun er tekin um það hvort skipting uppfylli skilyrði ákvæðisins þarf að fara fram heildarmat og skiptir þá miklu máli hvort ákveðið hafi verið að skipta félagi þegar skipting á sér stað.
The main aim of this thesis is to examine what the tax consequences are for both companies and their shareholders when a division of companies does not meet the requirements of the Income Tax Act. no. 90/2003 (ITA.) For a division to be executed without taxation, it must not only satisfy the conditions of the Income Tax Act but also those set forth in the Company Act. The necessary conditions are outlined in Article 52 of the ITA., and emphasis will be placed on the condition of the consideration in shares. In that connection, the focus will be on when this condition is met and when it is not. The author discusses the interaction between the so-called reality rule in Article 57(1) of the ITA. and the condition of the consideration in shares in Article 52(1) of the ITA., exploring whether these rules need to be applied simultaneously. Additionally, the interpretation of the division provision of the Income Tax Act is examined, questioning whether the provision is a principle or an exeption. When the condition of the consideration in shares has not been fulfilled, it has been tested whether this results in double taxation. In the final chapters, the author discusses the consequences of a division not meeting the requirements of the Income Tax Act and the uncertainty in practice regarding when the condition of the consideration in shares is concidered to be met under certain circumstances.
The author concludes that if the division is not carried out correctly, the company´s public fees are recalculated, and the company must pay tax on the capital gains of the assets transferred to the receiving company during the division. If the division does not meet the conditions laid down in Article 52(1), the taxation reassessment committee and the courts agree that the shareholders´public fees should not be recalculated. When a decision is taken on whether the division meets the conditions of the provision, an overall assessment must be conducted, and it is crucial whether the decision to devide the company was made at the time of the division.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skattalegar afleiðingar við skiptingu félaga - PDF1.pdf | 632.54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |