is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4756

Titill: 
  • Úígúrar og réttindabarátta þeirra. Etnísk sjálfsmynd og myndun þjóðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verki er fengist við málefni etnískra minnihlutahópa innan alþýðulýðveldisins Kína. Úígúrar í Xinjiang héraði eru helsta viðfangsefni ritgerðarinnar, en Mongólar í Innri-Mongólíu eru notaðir til samanburðar. Auk umræðu um hugtök er varða þjóðernishópa og etnískar sjálfsmyndir er áhersla lögð á að kynna opinbera kínverska þjóðernishyggju í þeim tilgangi að sjá að hvaða leyti hún stangist á við etníska- og þverþjóðlega þjóðernishyggju. Heimildaöflun fyrir þetta verk var nokkuð víðtæk því auk fræðigreina og –bóka var viðtal tekið við Íslending sem ferðast hafði um Xinjiang hérað, rýnt var í kínverska og evrópska blaðaumfjöllun varðandi óeirðirnar í Urumqi síðastliðið sumar. Að lokum voru heimasíður sem varða málstað Úígúra kannaðar vegna umfjöllunar um birtingarform etnískrar hugmyndafræði þeirra. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar fela í sér að þó margir Úígúrar lýsi yfir von um aðskilnað frá kínverska ríkinu, virðist barátta þeirra og Mongólanna fremur vera krafa um aukin réttindi innan alþýðulýðveldisins, það er að segja að etnískir minnihlutahópar eigi möguleika á sömu réttindum og tækifærum sem bjóðast Han-Kínverjum. Einnig ber að nefna að þó kínversk stjórnvöld séu þátttakendur í stríðinu gegn hryðjuverkum vegna Úígúra, að etnísk sjálfsmynd Úígúra byggist frekar á sögulegri arfleifð þeirra sem etnísks hóps heldur en þeirri staðreynd að þeir séu íslamstrúar.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uighurar.pdf280.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna