is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47566

Titill: 
  • Forsendur staðarvals matvöruverslana í Reykjavík. Markaðshagsmunir og sjálfbærnisjónarmið.
  • Titill er á ensku Criteria for location selection for grocery stores in Reykjavik. Market interests and sustainability perspectives.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um samband hugmynda um sjálfbært hverfisskipulag og staðsetningar matvöruverslana í Reykjavík. Markmiðið með slíku hverfisskipulagi er að stuðla að virkum ferðamátum og efla aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, sérstaklega matvöruverslunum sem selja það sem flokkast undir „daglegar þarfir“. Með notkun hugtaka þjónustukjarnakenningarinnar (e. central place theory) sem ramma, og útreikningum á mannfjölda og myndrænni framsetningu í landupplýsingakerfi ArcGIS Pro, leiðir rannsóknin í ljós að u.þ.b. 36% Reykvíkinga hafa ekki kost á því að ganga í matvöruverslun á 10 mínútum eða minna. Alls 14 matvöruverslanir af 30 hafa ekki nægilegan íbúafjölda í göngufæri til þess að verslunin geti verið með farsælan rekstur eingöngu með íbúum í göngufæri og reiða sig því á bílaumferð. Einnig komu í ljós nokkur hverfi þar sem skortur er á fullnægjandi aðgengi að matvöruverslunum í 10 mínútna göngufjarlægð.
    Jafnframt er kafað í ferli ákvarðanatöku sem eigendur matvöruverslana nota við val á staðsetningu fyrir matvöruverslun, sem er tekin á markaðsforsendum. Sú innsýn er mikilvæg til þess að öðlast betri skilning á markaðssjónarhorninu sem er ekki alltaf í góðu samræmi við hugmyndir um sjálfbæra byggðaþróun. Með því að taka hugmyndafræði verslunaraðila með í reikninginn, er gerð greining á mögulegum nýjum staðsetningum fyrir matvöruverslanir til þess að bæta þekju þjónustusvæðis og þar með fjölga þeim íbúum sem hafa kost á því að fara þangað með virkum ferðamátum á 10 mínútum.
    Þessi rannsókn er innlegg í umræðu um landfræðilega dreifingu matvöruverslana og hvernig hún tengist sjálfbæru skipulagi. Leitast er við að greina flókið samspil hugmynda um sjálfbær hverfi og rekstrarforsendur markaðsaðila. Niðurstöður benda til þess að tækifæri séu til úrbóta, sem væru skref í átt að sjálfbærri byggðaþróun.

  • Útdráttur er á ensku

    This study examines the relationship between ideas of sustainable urban planning and the location of grocery stores in Reykjavik. The aim is to promote active modes of travel as well as increase access to essential services, especially grocery stores that sell products that can be classified as „daily needs“. Using the central place theory as a guide as well as calculations of population density and visual representation from the ArcGIS Pro geographic information system, the study shows that 36% of Reykjavik residents do not have the option of walking to a grocery store in 10 minutes or less.
    A total of 14 grocery stores out of 30 do not have a sufficient population within walking distance for the store to be run successfully by relying solely on foot traffic and is therefore reliant on car traffic. The study also identified a few neighborhoods where there is a lack of adequate access to grocery stores within 10 minutes walking distance.
    The decision making process owners use when selecting a location for grocery stores, based on market considerations, is also explored. That insight is crucial to develop a better understanding of the marketing perspective which is not always congruent with ideas of sustainable urban development. By taking into account the ideology of business owners, an analysis is made about possible new locations of grocery stores to expand service area coverage and thus increase the number of residents who have the option of getting there within 10 minutes using active travel means. This study provides an input to the discussion of the geographical distribution of grocery stores and how it relates to sustainable urban development. The aim is to analyze the complex interaction of ideas of sustainable urban planning and the marketing perspective of business owners. The results indicate that there are opportunities for improvements that would provide steps towards sustainable urban development.

Samþykkt: 
  • 6.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc ritgerð_Diana.Berglind.Valbergsdottir.pdf3.15 MBOpinnPDFSkoða/Opna