is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4757

Titill: 
 • Áhrif alþjóðavæðingar á vinabæjasamstarf á Norðurlöndum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni er leitað svara við því hvort og hvaða áhrif alþjóðavæðing hafi haft á vinabæjasamstarf á Norðurlöndum. Alþjóðavæðing dregur saman tíma og rúm til
  samskipta milli mismunandi svæða. Hún er talin leiða til ýmis konar samfélagslegs
  samruna, sem sumir fræðimenn telja að dragi úr áhrifum staðbundins umhverfis á
  sjálfsmynd fólks. Í þessu verkefni eru settar fram sex tilgátur um áhrif alþjóðavæðingar á vinabæjasamstarf á Norðurlöndum. Þar er gengið út frá því að alþjóðavæddustu sveitarfélögin á Norðurlöndum hafi almennt minni áhuga á samstarfi við önnur norræn sveitarfélög en þau sem eru í minni tengslum við umheiminn. Hér er sérstaklega beint sjónum að því hvaða áhrif tengsl sveitarfélaganna við Evrópu, endalok kalda stríðsins og tæknibreytingar hafi haft á samstarfið. Notaðar voru fjölþættar rannsóknaraðferðir, þar sem fulltrúar 179 norrænna sveitarfélaga voru meðal annars spurðir út í samstarf þeirra á alþjóðavettvangi.
  Rannsóknin leiddi í ljós að þau sveitarfélög sem eru virkust í alþjóðlegu samstarfi,
  eru að jafnaði einnig virkust í norrænu samstarfi. Þá var ekki að sjá að aðild ríkja að
  Evrópusambandinu hefði áhrif á virkni sveitarfélaga þeirra í norrænu samstarfi. Þó er
  ljóst að þættir, eins og aukið aðgengi sveitarfélaga að sjóðum til evrópskra verkefna, geta
  haft afleiðingar fyrir samstarfið þegar til lengri tíma er litið.

Samþykkt: 
 • 26.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Robert_Baldursson.pdf937.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna