is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47571

Titill: 
  • Titill er á ensku Quantifying Sphagnum spp. presence and distribution along a gradient in aeolian mineral deposition in Icelandic mires
  • Tilvist og magn barnamosa í íslenskum mýrum: Rannsókn á svæðum með breytilegri ákomu fokefna.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Aeolian dust deposition has been shown to affect natural ecosystems in different ways, for instance by increasing soil’s bulk density and mineral content, leading to shifts in vegetation. Due to Iceland frequent volcanic eruptions and vast sandy deserts and eroded areas, in combination with strong high-speed winds, considerable amounts of mineral and volcanic dusts get redistributed within Iceland’s territory. Mires are prone to dust accumulation because their waterlogged state easily captures windborne dust, leading to a buildup of dust particles, which results in Icelandic mires being minerotrophic and vascular plants dominated, rather than Sphagnum-dominated. As the dust gradient (Arnalds, 2010) goes from high deposition zones near dust sources to areas with very low deposition further afield, the following study investigated whether the gradual decrease in dust deposition along the gradient mirrors a gradual increase in Sphagnum presence rate as dust’s influence decrease. The study examined eleven mire sites along the dust deposition gradient by measuring Sphagnum presence rate and investigating how chemical (pH, EC, C/N ratio), physical (elevation, BD, LOI), and biological (species diversity and richness) factors relate to it in each site. Furthermore, Sphagnum species in each area were identified to assess variations at the species-level distribution. Contrary to the expected increase in Sphagnum presence rate with decreasing mineral deposition, findings reveal a complex, non-linear relationship between dust inputs and Sphagnum ecology. The results indicate high Sphagnum presence rate even in areas near dust sources and that certain Sphagnum species (e.g. S. teres, S. warnstorfii) exhibit adaptability to minerotrophic conditions, challenging traditional notions of Sphagnum's preference for oligotrophic environments. Individual environmental factors (e.g. pH, EC, BD) showed no statistical significance with Sphagnum presence rate when considered individually. However, a multivariate analysis incorporating multiple environmental variables suggested a more substantial combined effect on Sphagnum ecology, underscoring the complexity of interactions within mire ecosystems. Vegetational analysis highlighted a moderate positive correlation between Sphagnum presence rate and species diversity, implying that biodiverse, less dominated plant communities may offer more favorable conditions for Sphagnum growth. Ultimately, this study underscores the adaptability of Sphagnum to diverse ecological conditions and calls for a holistic approach to studying mire’s ecosystems, integrating multiple environmental factors to comprehend the complex interdependencies within these ecosystems.
    Keywords: Sphagnum ecology, aeolian dust deposition, mire ecosystems, minerotrophic conditions, environmental interdependencies, species adaptability

  • Sýnt hefur verið fram á að áfok hefur áhrif á náttúruleg vistkerfi á mismunandi vegu, til dæmis með því að auka þéttni jarðvegs og steinefnainnihald, sem getur leitt af sér breytingar á gróðri. Tíð eldgos, víðáttumikillar auðnir og rofsvæði, ásamt vindasömum aðstæðum, leiða af sér að íslensk náttúra býr við verulega ákomu steinefna á formi ryks og ösku. Vegna raka í yfirborði mýra safnast áfoksefni fyrir í þeim sem leiðir til þess að íslenskar mýrar eru almennt steinefnaríkar og æðaplöntur ráðandi í gróðurþekjunni frekar en barnamosar (Sphagnum spp.). Í þessari rannsókn var tilvist barnamosategunda könnuð í mýrum á sniði með breytilegri ákomu fokefna, en magnið er breytilegt eftir fjarlægð frá upptökum áfoksins (mest næst og minnst fjærst; Arnalds, 2010). Gegnið var útfrá þeirri tilgátu að með aukinni steinefnaákomu aukist þekja háplantna í mýrum á kostnað barnamosa. Valin voru ellefu mýrasvæði á sniði frá Mývatnsheiði yfir á Lágheiði á Tröllaskaga, en samkvæmt áður birtum gögnum er vindborin ákoma steinefna verulega breytileg meðfram þessu sniði (Arnalds, 2010). Á hverju svæði var annars vegar heildarþekja barnamosa áætluð og hins vegar voru ýmsir efnaeiginleikar (pH, EC, C/N hlutfall), eðliseiginleikar (hæð y.s., BD, LOI) og líffræðilegir þættir (þekja og fjölbreytni háplanta) kannaðir. Enn fremur voru þeir barnamosar sem fundust á hverju svæði greindir til tegunda (þekja ekki metin). Andstætt því sem búist var við reyndist ekki marktæka fylgni milli þekju barnamosa og stakra jarðvegs- og gróðurþátta; þess í stað sýndu niðurstöður fram á flókið ólínulegt samband milli þekju barnamosa og all nokkurra þeirra þátta sem mældir voru í verkefninu. Jafnvel í mýrum nærri virkum rof- og eldfjallasvæðum sýndu niðurstöðurnar verulega þekju barnamosa. Fjölþátta greining á gögnunum, sem tók til margra af umhverfisbreytunum, bendir til samþættra áhrifa umhverfisþátta á tegundasamsetningu og magn barnamosa, sem undirstrikar flókið vistfræðilegt samspil innan mýrarvistkerfa. Greining á gróðurgögnunum sýndi hóflega jákvæða fylgni milli þekju barnamosa og tegundafjölbreytileika æðplantna, sem gefur til kynna að aukinn fjölbreytileika plantna (færri ríkjandi tegundir) leiði af sér hagstæðari skilyrði fyrir vöxt barnamosa.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar undirstrika aðlögunarhæfni barnamosategunda að fjölbreyttum vistfræðilegum aðstæðum og þau flóknu vistfræðileg tengsl sem hafa áhrif á dreifingu og magn barnamosa í mýrum. Einnig undirstrikar rannsóknin nauðsyn þess að beita heildrænni nálgun við rannsóknir á vistkerfum mýra.
    Lykilorð: Vistfræði barnamosa, áfok, vistfræði mýra, steinefni, samspil umhverfisþátta, aðlögunarhæfni tegunda

Samþykkt: 
  • 6.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thesis Msc Lorenzo Veglio.pdf5,78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna