Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47573
Þessi ritgerð er lögð fram til B.ed. prófs í grunnskólakennarafræði við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um hvaða áhrif lestur og orðaforði hafa á námsárangur
tvítyngdra barna í grunnskólum. Lestur er undirstaða alls náms og skiptir miklu máli þegar
kemur að námi barna. Lestur er eins helsta forsenda til að viðhalda málþroska barna og gerir
þeim í leiðinni kleift að ná tökum á orðaforða. Í ritgerðinni er skoðað hvernig þessi tvö
hugtök tengjast og hvaða áhrif þau hafa á námsárangur tvítyngdra barna.
Leitast er svara við spurningunni að hvaða leyti lestur og orðaforði hefur áhrif á námsárangur
þessara barna og er markmið ritgerðarinnar að varpa ljósi á mikilvægi þessara tveggja
hugtaka í námi tvítyngdra barna en einnig líðan og stöðu þessara barna í skólasamfélaginu.
Mikilvægt er að koma fram við öll börn af virðingu og eru tvítyngd börn þar engin
undantekning. Það þarf að styðja og hvetja þessi börn áfram fyrir velferð þeirra í námi og þar
ber skólasamfélagið ábyrgð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.e.d ritgerð.pdf | 192,57 kB | Lokaður til...01.05.2030 | Heildartexti | ||
Skemman yfirlýsing .pdf | 181,08 kB | Lokaður |