is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47577

Titill: 
  • Mannauðsfulltrúinn sem aldrei sefur : hagnýting gervigreindar í mannauðsmálum á Íslandi í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að greina núverandi stöðu og viðhorf við innleiðingu gervigreindar í mannauðsmálum á Íslandi í dag, ásamt því að skilgreina hvar tækifæri og áskoranir leynast. Mikil umræða hefur verið um gervigreind á síðustu árum og því er gagnlegt að athuga hvernig væri hægt að innleiða hana í mannauðsdeildir hér á landi. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem upplýsingum var safnað í formi viðtala. Greiningarvinnan fólst í þemagreiningu, nánar tiltekið „The six step framework“. Niðurstöður rannsóknar voru fjölbreyttar og flokkaðar niður í ‚Stöðu og viðhorf‘, ,Tækifæri‘ og ‚Áskoranir‘. Staða og viðhorf á markaði í dag er mjög fjölbreytt en nefna má að djúp þekking virðist lítil. Helstu tækifæri eru innleiðing gervigreindar í lífsferli starfsfólks, þá sérstaklega í ráðningum og varðveislu þess. Helstu áskoranir voru núverandi kerfi, lög og reglur og takmörkuð þróun íslenskrar máltækni. Heildarniðurstöður sýna að mikilvægt sé að prófa sig áfram en huga þarf að ýmsum þáttum áður en haldið er af stað.

Samþykkt: 
  • 10.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mannauðsfulltrúinn sem aldrei sefur.pdf1,37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna