is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47582

Titill: 
  • Áhrif ímyndar Íslands á vörumerki : og mikilvægi upprunalands í markaðssetningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland, með sína sérstöðu í náttúru og menningu, hefur verið notað markvisst í markaðssetningu íslenskra fyrirtækja, bæði innanlands og erlendis. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast þekkingu á hvers vegna fyrirtæki í landinu nýta Ísland í vörumerkjum sínum og hvort það sé yfir höfuð ákjósanlegt fyrir vörumerki að nýta Ísland sem upprunaland í markaðssetningu á erlendum mörkuðum. Fyrst verður fjallað á fræðilegan hátt um vörumerkjastjórnun og margt sem að henni kemur og í kjölfarið er farið yfir aðferðarfræði, en notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til þess að svara rannsóknarspurningunum. Eigindlega rannsóknin fór fram í formi viðtala við fulltrúa sex íslenskra fyrirtækja úr ólíkum geirum. Niðurstöður leiddu í ljós að að fyrirtæki sem tileinka sér þættina sem koma fram í niðurstöðukafla ritgerðinnar geta bæði styrkt gildi sín og jafnframt skapað jákvæða ímynd í kringum þau. Þá má álykta að ef fyrirtæki fari rétt að því að notfæra sér Ísland þegar kemur að markaðssetningu á mörkuðum bæði innanlands og erlendis styrki það bæði ímynd fyrirtækisins og landsins og geti ýtt undir jákvæða umfjöllun.
    Lykilorð: Vörumerkjastjórnun, markaðssetning, upprunaland, aðgreining, sjálfbærni, Ísland

Samþykkt: 
  • 10.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.Ritgerð_Einar_Paldis_maí2024.pdf979,62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna