is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47584

Titill: 
  • Kostnaðar samkeppnishæfni rafbíla á Íslandi : eru rafbílar hagkvæmasti kosturinn miðað við breyttar forsendur 2024?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kaup á nýjum bíl er stór ákvörðun í augum margra neytenda, þar sem vandlega þarf að huga að ýmsum þáttum. Markmið þessarar rannsóknar eru að greina hvaða þættir eru ráðandi við kaup Íslendinga á nýjum rafbílum, að greina helstu kostnaðarliði í rekstri rafbíla, ásamt því að meta kostnaðar samkeppnishæfni rafbíla hérlendis miðað við forsendur í dag. Kostnaður er þáttur sem vegur þungt við val á nýjum bíl og því er rannsóknarspurningin þessi: Eru rafbílar hagkvæmasti kosturinn miðað við breyttar forsendur 2024? Til að svara rannsóknarspurningunni var framkvæmd bæði megindleg rannsókn og kostnaðargreining. Spurningakönnun var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu á samfélagsmiðlinum Facebook, til að fá meðal annars sýn þeirra á ráðandi þætti við kaup á nýjum rafbíl. Kostnaðargreiningin miðast við íslenskan markað, þar sem lagt er mat á kostnaðar samkeppnishæfni rafbíla miðað við bíla með aðra orkugjafa í fáanlegum stærðarflokkum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nýr rafbíll er almennt kostnaðar samkeppnishæfur í rekstri til langs tíma litið, sem í tilviki þessa rannsóknar eru sjö ár. Í einum af fimm stærðarflokkum var rafbíll með lægsta heildar langtímakostnað, þ.e. í C-stærð (e. C-segment), sem stafar aðallega af kauphvötum og orkukostnaði. Í hinum fjórum stærðarflokkunum er kaupverð rafbíla hærra en hinna, sem hefur neikvæð áhrif á kostnaðar samkeppnishæfni þeirra og því er rafbíll ekki hagkvæmasti valkosturinn þegar litið er til langtímakostnaðar í viðkomandi flokkum. Ýmislegt bendir til þess að bæta þurfi innviði til að takast á við reglugerðir er varða framleiðslu og sölu nýrra bíla við komandi orkuskipti árið 2030.

Samþykkt: 
  • 10.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kostnaðar samkeppnishæfni rafbíla á Íslandi.pdf3.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna