is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47586

Titill: 
  • Áskoranir Íslands í gengismálum : átökin um krónuna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gjaldmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í hagkerfum heimsins í þúsundir ára. Í grunninn hafa þeir það hlutverk að auðvelda aðilum að stunda viðskipti og skipta á gjaldmiðlum. Virði gjaldmiðla byggist helst á trausti aðila á gjaldmiðlinum, ásamt framboði og eftirspurn á gjaldeyrismarkaði. Ísland stafrækir eigin gjaldmiðil, íslensku krónuna og hefur rauði þráðurinn í efnahag Íslands frá upptöku krónunnar einkennst af óstöðugleika, hárri verðbólgu og vöxtum. Hafa því aðilar leitað leiða til þess að takast á við þessar áskoranir til að ná fram efnahagslegum stöðugleika. Út frá því hefur skapast umræða um að taka upp stöðugri gjaldmiðil eins og evruna, en áhrif hennar eru talin margvísleg sem myndi vafalaust hafa umtalsverð áhrif á efnahagskerfi landsins. Þessum breytingum fylgja margir kostir, en einnig einhver fórnarkostnaður, sem flækir valið. Upptaka evrunnar myndi ýta undir stöðugra verðlag, lægra vaxtastig og aukna samkeppni. Því mætti áætla að upptaka hennar myndi leysa öll okkar vandamál, en sú er ekki raunin. Við upptöku evrunnar yrðum við að ganga í myntbandalag Evrópu (EMU) og flytja peningamálaaðgerðir til Evrópska seðlabankans. Þetta myndi gera það að verkum að við hefðum ekki lengur stjórn á peningamálum og gætum því ekki notað tól Seðlabankans til að hafa áhrif á efnahag landsins. Í þessu felst áhætta þar sem efnahagssveiflur Íslands eru ekki samhverfar aðildarríkjum Evrópusambandsins sem getur m.a. ýtt undir atvinnuleysi. Ásamt þessu ríkir mikil óvissa hvað yrði um okkar stærstu útflutningsgrein, sjávarútveginn. Innganga í ESB myndi mögulega þýða að við tækjum upp sjávarútvegsstefnu þeirra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir ofveiði, slakt eftirlit og ófullnægjandi viðurlög við brotum. Þetta gæti því haft umtalsverð áhrif á okkar stærstu auðlind. Því er ákvörðun um gengisstefnu mikil áskorun og mikið hagsmunamál fyrir alla þjóðina.

Samþykkt: 
  • 10.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áskoranir Íslands í gengismálum - Átökin um krónuna.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna