Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47587
Markmið þessarar rannsóknar er að rýna í skilvirkni íslenska hlutabréfamarkaðarins og rannsaka hvort tilkoma frítekjumarks fjármagnstekna af söluhagnaði hlutabréfa og arðs, sem tók gildi 1. janúar 2021, hafi haft marktæk áhrif á hlutabréfaverð skráðra félaga. Breytingar voru gerðar á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt sem fólu í sér að frítekjumark fjármagnstekna yrði tvöfaldað, eða hækkað úr 150.000 krónum í 300.000 krónur. Jafnframt að það yrði útvíkkað og næði þannig til söluhagnaðar hlutabréfa og arðs. Tilkoma þessarar skattaívilnunar var til hvatningar aukinnar þátttöku almennra fjárfesta á íslenska hlutabréfamarkaðinum.
Framkvæmd var atburðarrannsókn á tímabilinu 2016 til 2023 til athugunar á áhrifum tilkomu frítekjumarks fjármagnstekna af söluhagnaði hlutabréfa og arðstekna á markaðsvirði hlutabréfa og viðskipti með þau á markaðinum. Einnig var leitast við að varpa ljósi á það hvort kenningin um skilvirkni markaða standist á hlutabréfamarkaðinum hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslenski hlutabréfamarkaðurinn sé óskilvirkur með hlutabréfaviðskipti skráðra félaga með tilliti til rannsóknaratburðarins. Ásamt því fengust ekki marktæk áhrif af tilkomu frítekjumarksins hjá meirihluta félaga í rannsókninni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skilvirkni íslenska hlutabréfamarkaðarins - Guðlaug Erla og Margrét Lovísa .pdf | 1,38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |