Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47592
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort og þá hverju fyrirtæki þurfa að breyta í stjórnarháttum, stjórnskipulagi og ferlum til þess að uppfylla nýjar kröfur Evrópusambandsins um sjálfbærniupplýsingagjöf (CSRD). Rannsóknin fylgir eigindlegri aðferðafræði og byggir á viðtölum við stjórnendur félaga sem starfa í ólíkum atvinnugreinum og eru skráð í Kauphöll Íslands, ásamt greiningu á ESRS stöðlum um stjórnarhætti (ESRS 2 og ESRS G1). Viðtölin voru afrituð, kóðuð og þemagreind.
Niðurstöður leiddu í ljós að CSRD tilskipunin leiðir til breytinga á hlutverkum og ábyrgð sjálfbærnimála, breytinga á störfum og verksviði deilda, nýrra fjárfestingaráforma og viðskiptatækifæra. Innleiðingin krefst þverfaglegrar teymisvinnu, vinnustofa og samvinnu margra deilda og sérfræðinga.
Fáar rannsóknir eru til um áhrif CSRD tilskipunarinnar á starfsemi félaga, enda er um nýja tilskipun að ræða. Af þeim sökum þótti mikilvægt að rannsaka hvaða áhrif tilskipunin hefur á starfsemi félaga, sem standa frammi fyrir innleiðingunni, með það fyrir augum að bæta við nýrri þekkingu á sviðinu. Rannsóknin veitir innsýn í áhrif CSRD tilskipunarinnar á starfsemi skráðra félaga á Íslandi, nýmæli í tilskipuninni, aðferðafræði tvöfaldrar mikilvægisgreiningar og sjálfbærniupplýsingagjöf eftir ESRS stöðlunum.
Lykilorð: Sjálfbærni, CSRD, stjórnarhættir, skipulagsform, viðskiptalíkan, rekstrarumhverfi
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSC-Agusta-og-Skuli.pdf | 946,5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |