is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47594

Titill: 
  • Áhrif breytinga á birtingu sjálfbærniupplýsinga á grænan rekstur og grænt vöruframboð íslensku viðskiptabankanna.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vitundarvakning hefur orðið um allan heim varðandi loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Fyrirtæki heimsins eru stór orsakavaldur og því nauðsynlegt að setja reglur um sýnileika þeirra í sjálfbærni. Evrópusambandið tók stórt skref í átt að aukinni upplýsingagjöf til almennings í þessum málaflokki sem fram að þessu hefur verið afar takmörkuð og hefur skyldað aðila á fjármálamarkaði til að birta skýrslu þar sem greint er frá sjálfbærnistarfsemi fyrirtækisins og áhrifum á þætti umhverfis, samfélags og stjórnarhátta.
    Við framkvæmd rannsóknarinnar var leitað eftir upplýsingum frá sérfræðingum á sviði sjálfbærni um nýja löggjöf sem veitti Evrópureglugerðum um sjálfbærniupplýsingagjöf lagalegt gildi á Íslandi og hvernig breytt lagaumhverfi hafi áhrif á rekstur og vöruþróun bankanna. Tekin voru viðtöl við fimm sérfræðinga á sviði sjálfbærni en þrír þeirra starfa sem sjálfbærnistjórar hjá stærstu viðskiptabönkum landsins, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum.
    Með auknu gagnsæi og aukinni þekkingu almennings á sjálfbærni og áhrifum loftslagsbreytinga breytast tækifæri til vöruþróunar viðskiptabankanna sem og tækifæri til aukinna viðskipta þar sem sjálfbær fyrirtæki njóta góðs af. Aukið vöruframboð og breytt verðlagning gefur viðskiptabönkunum því möguleika til að ýta enn frekar undir sjálfbærni á markaði með þróun á grænum vörum og þannig komið til móts við bæði viðskiptavini og auknar kröfur í nýrri löggjöf. Slík vöruþróun ætti að skila sér í jákvæðum breytingum fyrir umhverfið, samfélagið og á endanum, efnahaginn.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að til skemmri tíma verður frekari áhersla lögð á upplýsingagjöf en til lengri tíma færist sú áhersla yfir á græna vöruþróun þar sem nýjar reglur hafa aukið hvata til umbóta á sviði sjálfbærni.

Samþykkt: 
  • 10.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif breytinga á birtingu sjálfbærniupplýsinga - final.. (1) (1).pdf1,74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna