is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47595

Titill: 
  • Laun og verðlag á Íslandi : greining á orsakasambandi í tölfræðilegu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verðgildi peninga gegnir lykilhlutverki í lífi fólks, þar sem það hefur bein áhrif á kaupmátt launa þess. Almenningur upplifir áhrif verðbólgu aðallega í gegnum þann kaupmátt sem launin veita. Markmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi með stjórntækjum sínum og verðbólgumarkmiði. Rannsókn þessi er unnin í þeim tilgangi að kanna áhrifin sem laun og verðlag hafa hvort á annað í tölfræðilegu samhengi. Sett var fram VAR líkan með efnahagslegum þáttum sem gætu haft áhrif á launa- og verðlagsþróun, svo sem innflutningsverðlag og framleiðsluspenna. Framkvæmt var orsakatengslapróf Grangers til að kanna hvort mögulegt orsakasamband ríki milli launa og verðlags. Skoðuð voru söguleg gögn frá Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands yfir tímabilið 1993-2023. Niðurstöður sýna fram á að ekkert orsakasamband sé á milli breytanna yfir rannsóknartímabilið, í skilningi Grangers. Til viðbótar var framkvæmt orsakatengslapróf Grangers á milli allra breyta líkansins og kannað áhrif þeirra á laun og verðlag. Eitt prófið skilaði tölfræðilega marktækum niðurstöðum, sem var tvíhliða orsakasamband milli verðlags og innflutningsverðlags. Því virðast aðrir efnahagslegir þættir en laun hafa marktækari áhrif á verðlagsþróun á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 10.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47595


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.sc. Amalía og Hrafn - 15. maí.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna