is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4760

Titill: 
  • Mun gjaldtaka að náttúru Íslands hafa skaðleg áhrif á ferðamennsku?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er verið að þyrla upp ryki af umræðu sem hefur átt sér stað um árabil meðal stjórnmálamanna og hagsmunaaðila ferðaþjónustu á Íslandi. Umræðan snýst um það hvort að stjórnvöld eigi að ráðast í þær stefnumótandi ákvarðanir að hefja gjaldtöku á ferðamönnum að náttúru Íslands. Ástæða umræðunnar er sú að mikil fjölgun á ferðamönnum hefur átt sér stað síðustu árin og flestar spár benda til að svo verði áfram. Ljóst er að auknar tekjur þarf til að mæta þessari fjölgun þar sem henni fylgir aukinn átroðningur og viðhaldskostnaður á fjölsóttum ferðamannasvæðum.
    Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hver aðkoma hins opinbera og hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar hefur verið í gjaldtöku á ferðamönnum og hvaða úrræði hafa borið hæst á lofti. Einnig var samanburður gerður við náttúruverndarsjónarmið nokkurra nágrannaþjóða okkar til þess að varpa ljósi á hvaða áhrif gjaldökur muni hafa í för með sér fyrir innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn. Verkefnið var mótað eftir þeirri ályktun að náttúran sé sameign þjóðarinnar og að útilífið verði ekki metið til fjár. Niðurstöðurnar voru þær að það verður að fara afar varlega í gjaldtökur og áður en hægt er að taka pólitískar ákvarðanir þarf að vera búið að skilgreina hvort slík gjöld séu annars vegar siðleg og hins vegar lögleg. Annars er hætta á að ferðamennska á Íslandi bíði skaða til langframa.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RIDDARINN.pdf625,56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna