is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47617

Titill: 
  • Lífskjarasamningar VR og SA : Áhrif á kaupmátt og lífskjör launþega á tímabili heimsfaraldursins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi skoðar áhrif Lífskjarasamningsins milli Samtaka Atvinnulífsins og VR á kaupmátt og lífskjör launþega á tímum heimsfaraldursins. Kannað verður hvort Lífskjarasamningurinn hafi staðist skuldbindingar sínar þrátt fyrir því óvænta álagi sem faraldurinn hafði í för með sér. Rannsóknin beinist sérstaklega að getu þessara samninga til að viðhalda og/eða bæta fjármálastöðugleika og velferð launþega, innan um sveiflukenndar aðstæður og áður óþekkta alþjóðlega heilbrigðiskreppu. Þessi rannsókn mun styðjast við blandaða rannsóknaraðferð þar sem lögð er jöfn áhersla á notkun fyrirliggjandi gagna og hálfstöðluð viðtöl. Helstu niðurstöður sína það að Lífskjarasamningurinn hafi skilað þokkalegu hvað varðar bæði kaupmátt og lífskjör þrátt fyrir aðstæður. Hávaxtaskeið og þrálát verðbólga í kjölfar þeirra efnahagsþrengsla sem faraldurinn olli hefur þó bitið fast á launafólk, sérstaklega undir lok gildistíma samningsins. Ritgerðin miðar að því að veita yfirgripsmikinn skilning á sambandinu milli kjarasamninga og efnahagslegrar þrautseigju og veita innsýn í mikilvæga þætti sem hafa áhrif á virkni slíkra kjarasamninga á ófyrirsjáanlegum tímum.

Samþykkt: 
  • 11.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð SHV og LP.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna