is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4762

Titill: 
 • Finland: the “Leader“ of Rural Development in Europe. What can Iceland learn from its Nordic counterpart?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða og meta dreifbýlisþróunarstefnu
  Evrópusambandsins út frá Finnlandi, nágrannaríki Íslands, sem fylgt hefur henni
  frá árinu 1995. Finnskar og íslenskar aðstæður í dreifbýli er hliðstæðar á
  allnokkrum sviðum. Gefin verður sýn á hvar hagstætt er fyrir Ísland að samsama
  sig dreifbýlisþróunarstefnu Finnlands og í hvaða tilvikum það ætti fremur að feta
  eigin braut. Í þessu skyni verður rakin sú þróun sem orðið hefur á
  dreifbýlisþróunarstefnu sambandsins og fjallað ítarlega um finnsku
  dreifbýlisþróunarstefnuna með það að markmiði að finna leiðir sem komið geti
  Íslandi að gagni. Að lokum verður gerð grein fyrir stöðu Íslands gagnvart
  dreifbýlisþróunarstefnunni og gerð tilraun til þess að lýsa því hvernig íslensk
  stefnumörkun þyrfti að líta út ef til aðildar að Evrópusambandinu kemur.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að gagnlegt væri fyrir Ísland að
  leita til nágranna sinna í austri og hagnýta svipaðar aðferðir og Finnland á
  mörgum sviðum dreifbýlisþróunarstefnu. Sérstaklega ætti Ísland að tileinka sér
  aðferðarfræði Finna við að efla grasrótina og hefja afmörkuð verkefni á
  dreifbýlum svæðum. Einnig eru margvísleg tækifæri sem lúta að eflingu
  samkeppnishæfni smárra- og ör- fyrirtækja sem vert er að skoða. Einnig ætti
  Ísland að leggja áherslu á að viðhalda tekjum bænda. Ísland ætti að tileinka sér
  gagnsæja stjórnsýslu og gagnsæjar leiðir við innleiðingu líkt og Finnar. Hins
  vegar ætti Ísland að tileinka sér einfaldari stjórnsýslu en Finnar, leggja áherslu á
  skýra markmiðasetningu og markvissa eftirfylgni. Rammi Evrópu-sambandsins er
  víður og það er í höndum aðildarríkja að sníða hann að þörfum eigin
  landsbyggðar. Hugtakið dreifbýlisþróun heyrist vart í íslenskri orðræðu heldur er
  eingöngu rætt um byggðaþróun. Það þarf að breytast. Stjórnkerfi og stofnanauppbygging
  Íslands á þessu sviði er bæði flókin og lagskipt. Nauðsynlegt er að
  einfalda kerfið og gera skilvirkara til að auðvelda framkvæmd, utanumhald og
  eftirlit, bæði innanlands og fyrir Framkvæmdastjórn ESB þegar meta á
  framkvæmd stefnunnar.

Styrktaraðili: 
 • Samtök iðnaðarins, Alþjóðamálastofnun
Samþykkt: 
 • 26.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð IDR lokaeintak.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna