is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47623

Titill: 
  • Frá innsýn til forspár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn beinir sjónum að notkun og áhrifum spálíkana á ákvörðunartöku og árangur í rekstri íslenskra fyrirtækja og stofnana. Með aukinni áherslu á gagnadrifna ákvarðanatöku í fjórðu iðnbyltingunni leitast þessi rannsókn við að skilja hvernig spálíkön geta bætt rekstrarháttum með því að nýta tól á borð við gagnanám, tölfræði og vélnámsaðferðir. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við starfsmenn níu íslenskra fyrirtækja og einnar stofnunar. Rannsóknarspurningin sem leiddi rannsóknina var: Hvernig getur notkun spálíkana bætt ákvörðunartöku og árangur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að spálíkön veiti fjárhagslegan ávinning, auki skilvirkni og bæti ákvörðunartöku. Þrátt fyrir þessi jákvæðu áhrif voru einnig skýrar áskoranir, sérstaklega varðandi gæði og aðgang að gögnum sem þarf að yfirstíga til að nýta tæknina til fulls. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að afmarka greinilega vandamál og árangursviðmið áður en innleiðing spálíkana hefst. Fyrirtækin ættu að nálgast spálíkön sem hluta af langtíma stefnumótun, þar sem þau eru samþætt viðskiptastefnu til að tryggja varanlegan árangur. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að íslensk fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir tækifærum til að nýta spálíkön sem tæki til að bæta rekstrarhætti og auka samkeppnishæfni. Frekari rannsóknir ættu að beinast að því að greina og skilja betur hvaða þættir koma í veg fyrir að íslensk fyrirtæki innleiði spálíkön og önnur ný tæknitól.

Samþykkt: 
  • 11.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerð - Ágústa og Guðbjörg (2024).pdf1,25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna