is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47639

Titill: 
  • Ísland sem samkeppnisforskot : greining á aukinni verðmætasköpun og vaxtartækifærum fyrirtækja á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarritgerð kannar hvort álvers-, gagnavers- og matvælaiðnaðurinn (fiskeldi og innanhúss matjurtarækt) á Íslandi geti nýtt raforku, jarðvarma og mannauð til að skapa samkeppnisforskot á alþjóðlegum vettvangi. Sérstaklega var skoðað hvort þessir þrír þættir stuðli að aukinni verðmætasköpun og hvort aðstæður á Íslandi séu kjörnar fyrir áframhaldandi vöxt hjá völdum iðnaði. Eigindlegum gögnum var safnað í formi viðtala við a.m.k. einn aðila frá hverjum iðnaði. Viðmælendur voru valdir með tilgangsúrtaki. Gögn voru greind með kóðun og þemagreiningu. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að langtímasamningar um raforku, endurnýjanleg raforka og samkeppnishæf raforkuverð voru almennt talin veita þeim iðnaði sem valinn var samkeppnisforskot. Almennt var talið að skortur væri á sérhæfðu eða hæfu starfsfólki með viðunandi menntunarstig. Jarðvarmi var almennt ekki talinn veita marktækt samkeppnisforskot. Stækkunarmöguleikar voru háðir nokkrum atriðum. Takmarkað orkuframboð á Íslandi var þó talið helsta ógn fyrir stækkun og uppbyggingu hjá völdum iðnaði, sérstaklega hjá álverum og gagnaverum. Engu að síður álitu viðmælendur að stækkun/aukin umsvif í rekstri þeirra væri líkleg.
    Lykilorð: samkeppnisforskot, iðnaður, raforka, jarðvarmi, mannauður, gagnaver, álver, matvælaiðnaður, verðmætasköpun, vaxtatækifæri

Samþykkt: 
  • 11.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ísland sem samkeppnisforskot (1).pdf804,33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna