is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4764

Titill: 
  • Er hár aðeins höfuðprýði? Tenging táknmynda við líkama og sjálfsmynd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Höfuðhár er eitthvað sem er flestum mönnum sameiginlegt, þar sem flest öllum vex hár, þó í sumum tilfellum eigi það við ekki nema hluta af ævinni. Hárið er gætt þeim einstöku eiginleikum að það vex alltaf aftur og aftur sama hve mikið og hvernig það er klippt eða rakað. Á sama tíma er það mjög sveigjanlegt efni þannig að hægt er að gera tímabundnar breytinga á því með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Þessir eiginleikar gera það að verkum að hárið hefur í gegnum tíðina þjónað ýmsum tilgangi í mannlegu samfélagi. Það hefur verið notað í ýmiss konar ritúölum á borð við innvígslur. Einnig getur það sýnt fram á stöðu einstaklinga í valdastiga samfélagsins og hjónbandsstöðu, gefið til kynna pólitískar skoðanir og endurspeglað innri persónuleika fólks svo fátt eitt sé nefnt. Það er því ekki að undra að hárið hafi á mörgum stöðum fengið táknræna merkingu í samhengi við þessar birtingarmyndir og þar af leiðandi fangað athygli mannfræðinga í gegnum tíðina. Markmiði þessara ritgerðar er því að skoða hvernig hinar ýmsu táknmyndir hársins tengjast hugmyndum um líkamann og sjálfsmyndina. Þetta verður skoðað út frá almennum mannfræðilegum kenningum um táknfæði ásamt ýmsum kenningum sem tengjast líkamanum og sjálfsmynd. Einnig verður efnið sett í sögulegt samhengi í þeim tilgangi að skoða hvaða hlutverk hárið hefur haft í hinum ýmsu samfélögum í gegnum tíðina. Í framhaldi af því verða svo skoðaðar kenningar mannfræðinga um merkingu hárs. Síðast en ekki síst mun höfundurinn fjalla um efnið út frá eigin reynslu sem hársnyrtir í tengslum við fyrr greint efni.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meginmál+heimildir.pdf509.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna