is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/47641

Titill: 
 • Lánshæfismat S&P Global Ratings og íslensk bankastarfsemi : viðhorf bankaaðila til mats - og eftirlitsaðila og áhrif lánshæfismats á starfsemi bankanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Niðurstöður matsfyrirtækja um lánshæfi fjármálastofnanna hafa víðtæk áhrif á starfsemi þeirra. Innan bankageirans hér á landi hefur verið til umræðu hvort lánshæfismat bankanna, þá sérstaklega frá S&P Global Ratings, sé sanngjarnt.
  Tilgangur þessarar rannsóknar er því að kanna hvaða viðhorf bankaaðilar hafa til lánshæfismats S&P Global Ratings og að kanna hvaða og hversu mikil áhrif lánshæfismat þeirra hafi á starfsemi bankanna. Var sá hluti rannsóknarinnar þríþættur, en rannsakendur leituðust við að kanna áhrif þess ýmist á almenna starfsemi bankanna, eiginfjárhlutfall þeirra og aðrar fjármálaákvarðanir. Þá leituðust rannsakendur einnig eftir því að kanna hvert umfang slíkra áhrifa væri.
  Eiginfjárkrafa Seðlabanka Íslands á hendur bankanna er í alþjóðlegu samhengi fremur há. Þar að auki eru bankarnir með mun hærra eiginfjárhlutfall en regluverkið gerir kröfu um. Seinna markmið rannsóknarinnar er því að kanna viðhorf bankaaðila til eiginfjárkröfu regluverksins og hvort lánshæfismat S&P Global Ratings hafi áhrif á hversu háan eiginfjárauka bankarnir setja sér umfram kröfur regluverksins.
  Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem niðurstöður leiddu í ljós að bankaaðilar telja lánshæfismat S&P vera full svartsýnt á efnahagslegar horfur á Íslandi. Lánshæfismatið hefur áhrif á starfsemi bankanna í gegnum fjármögnunarhlið þeirra. Að auki er horft til lánshæfismatsins sem hliðarskilyrði þegar ákvörðun er tekin um eiginfjárauka bankanna umfram kröfur regluverksins. Bankaaðilar sýndu aftur á móti mikinn skilning á hárri eiginfjárkröfu Seðlabankans, en sýndu fram á löngun þess að draga úr eiginfjárbindingu bankanna til að auka arðsemi.

Samþykkt: 
 • 11.6.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. ritgerð - Auður og Gígja.pdf1.68 MBLokaður til...22.06.2024HeildartextiPDF