is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47657

Titill: 
  • Veldur verðbólgan veikindum? : tengsl aukins framfærslukostnaðar og nýgengi endurhæfingarlífeyrisþega
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar einstaklingur lendir utan vinnumarkaðar vegna slysa eða veikinda veldur það miklu tjóni fyrir alla hagaðila. Kostnaður myndast fyrir samfélagið þegar framfærsla greiðist úr sameiginlegum sjóðum, ríkið verður af skatttekjum af því virði sem einstaklingurinn hefði skapað í starfi sínu og einstaklingurinn sjálfur verður af þeim tekjum sem hann hefði unnið sér inn í starfi sínu á vinnumarkaði. Þá er ótalinn sá kostnaður sem lakari lífsgæði vegna sjúkdóms valda að öðru leyti. Því er það öllum hagaðilum kappsmál að koma í veg fyrr að einstaklingur verði fyrir varanlegri örorku sé þess nokkur kostur.
    Á Íslandi hefur áhersla á starfsendurhæfingu aukist mikið undanfarin ár og benda útreikningar til að mikill sparnaður hljótist af þeirri stefnu. Mikil aukning hefur verið í aðsókn í starfsendurhæfingarúrræða síðasta áratuginn og til mikils að vinna ef greina má umhverfisþætti sem áhrif hafa á umsóknarfjölda.
    Í þessari rannsókn er leitast við að kanna hvort greina megi jákvæða fylgni milli sveiflna í verðbólgustigi, mældu með vísitölu neysluverðs, og nýgengni endurhæfingarlífeyrisþega hjá Tryggingarstofnun Ríkisins. Gögnum yfir breytingar á vísitölu neysluverðs og nýgengi endurhæfingarlífeyristþega var safnað fyrir 14 ára tímabil 2010 – 2023 og fylgni gagnanna könnuð með tölfræðiprófunum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós sterka jákvæða fylgni milli vísitölu neysluverðs og heildar nýgengni endurhæfingarlífeyrisþega (r =.9435, p <.001). Að sama skapi sýndu niðurstöður einnig sterka jákvæða fylgni milli vísitölu neysluverðs og nýgengi meðal kvenna (r=.9410, p<.001) og karla (r=.9271, p<.001). Lítill munur er á fylgni á milli kynja og var sambandið sterkast milli vísitölu neysluverðs og heildarnýgengi endurhæfingarlífeyrisþega.

Samþykkt: 
  • 12.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak BSc Ritgerð - Fannar Ingi og Þorgrímur.pdf865.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna