Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47661
Alþjóðaviðskipti hafa aukist samhliða alþjóðavæðingu heimsins síðustu ára og er ábatinn mikill af því að gera viðskiptin eins skilvirk og auðið er. Greiðslur yfir landamæri eru einn helsti drifkraftur alþjóðaviðskipta en án greiðslna yfir landamæri væru alþjóðaviðskipti að öllum líkindum ekki til. Markmið ritgerðarinnar er að greina áskoranir sem standa frammi fyrir þessum greiðslum, hvaða úrræði eru nú þegar til staðar sem vinna að því að yfirstíga þessar áskoranir og hvaða mögulegu úrræði er verið að þróa. Einnig er skoðaður vöxtur á greiðslum yfir landamæri Íslands síðustu ára út frá gögnum Seðlabanka Íslands og borið svo saman við vöxt erlendis. Greining á kostnaði er gerð fyrir greiðslur yfir landamæri þar sem kafað er í núverandi kostnað og einnig segjum við frá þeim markmiðum sem hafa verið sett fram er snúa að því að lækka kostnað þeirra.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Greiðslur yfir landamæri.pdf | 1.77 MB | Open | Complete Text | View/Open |