is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4767

Titill: 
 • Jarðvegur - undirstaða mannlífs
Titill: 
 • Soil - foundation of human existence
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Heilbrigður jarðvegur er ein mikilvægasta auðlind jarðar því hann er nauðsynlegur nær
  öllu lífi. Sú mikla jarðvegseyðing sem á sér stað í dag er að mestu leyti afleiðing slæmrar
  meðferðar mannsins á jarðveginum. Jarðvegseyðing veldur enn frekari hungursneyð í
  heiminum á sama tíma og hún skerðir fjölbreytileika lífríkis. Aðgerðir til að bregðast við
  hungursneyð svo sem Græna byltingin hafa haft umdeildar afleiðingar í för með sér,
  sumir telja þær hafa jarðvegseyðandi áhrif meðan aðrir eru ósammála. Matvælastofnunun
  Sameinuðu þjóðanna og Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn
  eyðimerkurmyndun hafa það sameiginlega markmið að sporna gegn jarðvegseyðingu.
  Útfrá þeim er hægt að álykta að stefnubreyting sé orðin innan Sameinuðu þjóðanna því
  nú er stefnt að sjálfbærri þróun og samstarfi við fólk sem býr á áhættusvæðum
  jarðvegseyðingar til að sporna við vandanum. Þetta samræmist hugmyndum vistfemínista
  um mikilvægi samstarfs allra hópa samfélagsins í ákvarðanatöku, en þær hafna
  uppbyggingu stjórnkerfisins, sem í dag samanstendur af einsleitum hópi fólks mótuðu af
  ferðraveldinu. Íslendingar hafa mikla reynslu af að kljást við jarðvegseyðingu og því af
  mikilli reynslu að miðla til annarra þjóða á sviði jarðvegsuppbyggingar.

Samþykkt: 
 • 26.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð, Þorbjörg S. Bakke 3.pdf437.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna