Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47671
Fyrirtæki flokka verkefni sín til að úthluta viðeigandi auðlindum og forgangsraða þeim til að hámarka arðsemi fjárfestingar sinnar og til þess að halda rekstrarkostnaði í lágmarki. Hugtökin rekstrar- og fjárfestingarverkefni hafa verið notuð bæði meðal starfsmanna og utanaðkomandi hagsmunaaðila íslensku álfyrirtækjanna. Þau lýsa afstöðu fyrirtækjanna til umfangs verkefnisins. Hér eru verkefnastjórnunarhættir innan álvera á Íslandi skoðaðir og orkufyrirtæki notuð til samanburðar. Rannsóknin leiðir í ljós notkun fyrirtækjanna á þessum tveimur hugtökum, hvaða verkefnaflokka fyrirtækin nota og skilgreina í gæðakerfum sínum. Niðurstöður benda til varkárni í ákvarðanatöku um val fjárfestingarverkefna þar sem ítarlegar greiningar eru nýttar til þess að forgangsraða verkefnum. Niðurstöður sýna fram á hverjir eru skilgreindir eigendur verkefna fyrirtækjanna og hvaða viðmið eru notuð til greininga og við ákvarðanatöku.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPM 2024 - Daníel Sigurbjörnsson - Handan fjarðanna.pdf | 542,78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |