is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47700

Titill: 
  • Fundarmenning innan Reykjavíkurborgar : rannsókn á upplifun starfsfólks velferðarsvið og skóla- og frístundasviðs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fundir eru órjúfanlegur partur af vinnuumhverfi þeirra sem starfa með öðru fólki. Flest kannast við samræður um fundi, gagnsemi þeirra og skipulag og tilfinningin er gjarnan sú að fundir séu of margir, of langir og skili litlu til fyrirtækja og stofnana. Margar rannsóknar hafa verið gerðar á fundum og í fræðunum má finna rannsóknir sem benda til aukinnar ánægju og afkasta starfsfólks á vinnustöðum sem viðhalda góðri fundarmenningu.
    Þessari rannsókn var ætlað að draga fram upplifun starfsfólks á tveimur sviðum innan Reykjavíkurborgar af fundum og bera saman við þá þætti sem einkenna góða og áhrifaríka fundarmenningu samkvæmt fyrri rannsóknum. Rannsóknin var megindleg og fengu þátttakendur sendan spurningalista með spurningum sem tóku til stundvísi, skipulags og aðgerða í kjölfar funda. Niðurstaðan er sú að upplifun þátttakenda af fundum var heilt yfir jákvæð og virtust fundir innan þessara sviða bera einkenni góðrar fundarmenningar, þó að einnig hafi verið borin kennsl á nokkur atriði sem gagnlegt væri að vinna að frekari umbótum á.

Samþykkt: 
  • 12.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fundarmenning innan Reykjavíkurborgar.pdf3,2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna