Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47712
Hönnun og forritun stýriskáps til endurnýjunar hitaveitukerfis.
Í tengslum við lokaverkefnisáfanga minn í Rafiðnfræði við Háskólann í Reykjavík leitaði ég til Síldarvinnslunar hf. um verkefni sem gæti hentað sem lokaverkefni. Nokkur verkefni komu til greina og verkefnið sem varð fyrir valinu er endurgerð á stýringum og rafbúnaði hitaveitukerfis fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað.
Núverandi stjórnbúnaður er kominn til ára sinna og þörf er á frekari vöktun kerfisins og samkeyrslu við aðrar stýringar og skjákerfi. Endurnýja þarf því stjórnbúnaðinn til að uppfylla auknar kröfur og til að halda í við þróun tæknibúnaðar sem kominn er.
Markmiðið með verkefninu er að hanna nýjan stjórn og kraftskáp, hanna stýringu með iðntölvustýringu með tilliti til búnaðar, tengingu við önnur kerfi og mögulegum viðbótum í framtíðinni.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Hönnun stýriskáps hitaveitukerfi fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.pdf | 24,9 MB | Lokaður til...31.05.2034 | Heildartexti | ||
| Lokun undirrituð.pdf | 1,96 MB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |