is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4772

Titill: 
  • Íbúalýðræði á Íslandi. Hugsjónir þátttökulýðræðisins eða verkfæri valdhafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjórar helstu íbúakosningar á Íslandi eru skoðaðar með hliðsjón af kenningum um beint lýðræði og dæmum erlendis frá um notkun þess, en mest áhersla er lögð á kosningu Hafnfirðinga um stækkun álvers Alcan 31. mars 2007. Regluverk utan um þjóðaratkvæðagreiðslur og íbúakosningar er skoðað, en það er af skornum skammti. Varpað er ljósi á það hver hefur valdið til að boða til kosningar og hver gerir það. Reynt er að skýra hvaða hvatir liggja að baki, hvort beint lýðræði á Íslandi samræmist hugsjónum þátttökulýðræðisins, eða er aðeins leið fyrir stjórnmálamenn til að ná markmiðum sínum undir yfirskini lýðræðisvæðingar. Fjallað er um framkvæmd hverrar kosningar, niðurstöðu hennar og áhrif. Skoðun leiðir í ljós vísbendingar um að helst sé boðað til kosninga í málum sem eru stjórnmálaflokkum óþægileg. Ekki sé alltaf farið eftir niðurstöðunni og framsetning valkosta á kjörseðli dragi stundum úr bindandi gildi niðurstöðunnar. Einnig geti valkostirnir og merking þeirra, orðið bitbein stjórnmálamanna. Þar að auki sé mikill aðstöðumunur hagsmunaaðila jafnvel látinn óátalinn. Eigi beint lýðræði að verða varanlegur hluti af íslenskum stjórnmálum þurfi einhvern almennan ramma í kringum það, sem takmarki hið fullkomna forræði kjörinna fulltrúa á því hvaða mál eru send í kosningar, hvernig, hvenær og af hverju.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_ÖPR.pdf410.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna