Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47745
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Vægi verkefnisins er 12 ECTS einingar. Verkefnið fjallar um hæfileikamótun fyrir 12-18 ára ungmenni sem æfa og keppa í alpagreinum skíðaíþróttarinnar. Verkefnið skiptist í tvo hluta, annars vegar fræðilegan kafla og hins vegar leiðbeiningar fyrir þjálfara og stjórnendur. Í fræðilega kaflanum er fjallað um þá þætti sem þurfa að vera til staðar í hæfileikamótun skíðafólks. Þessir þættir eru meðal annars líkamlegar kröfur og líkamsþjálfun, tæknilegir þættir, taktískir þættir og sálfræðilegir þættir. Í leiðbeiningunum er fjallað um og sýnt hvernig hægt er að skipuleggja hæfileikamótunarkerfi fyrir aldurshópinn 12-18 ára. Hæfileikamótunarkerfi kallast á ensku long term athlete development og eru slík kerfi notuð af helstu skíðasamböndum heims. Þrátt fyrir að unnið sé mjög öflugt og gott starf víða um land í oft erfiðum aðstæðum þá hafa íslensk skíðafélög ekki markvisst byggt upp starfið með hæfileikamótunarkerfi. Gildi verkefnisins felst í því að setja fram leiðbeiningar fyrir þjálfara og skíðafélög um hvernig haga mætti hæfileikamótun fyrir aldurshópinn 12-18 ára í þeim tilgangi að skíðafólkið geti hámarkað hæfileika sína og getu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni Egill Ingi heildartexti.pdf | 6,78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni Leiðbeiningar Egill Ingi.pdf | 7,91 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |