Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47761
Þegar við fylgjumst með knattspyrnu og þeim sem iðka hana, þá virðist svo vera að leikmenn séu að verða eldri og geti verið lengur í íþróttinni. Það er margt sem getur spilað inn í, en mikilvægt að hafa í huga að mælingar eru alltaf að verða betri og þannig hægt að rýna betur leikstíl leikmanna og ráðleggja þeim með endurheimt en líka virðast leikmenn meðvitaðri um ekki bara líkamlega heilsu heldur líka andlega heilsu. Markmið þessara rannsóknar er að fá að kynnast fimm leikmönnum í knattspyrnu sem allir eiga það sameiginlegt að hafa iðkað knattspyrnu frá unga aldri, farið ungir í atvinnumennsku erlendis og hafa leikið með íslenska landsliðinu annað hvort á yngri árum eða eldri. Þessir leikmenn hafa svo skilað sér heim til Íslands og spila hér í efstu deild í dag og eru allir á fertugsaldri. Tekin voru viðtöl við tvo en spurningalistar sendir á þrjá, samtals fimm viðtöl. Spurningum í viðtölum var skipt í þrjá flokka: Upphaf á ferlinum - 6-12 ára, þróun á ferli – 13-18 ára og að síðustu færni sem var þá 19-38 ára. Í upphafi ferilsins var skoðað stuðningur frá foreldrum og af hverju svarendur völdu knattspyrnu. Þegar svarendur voru orðnir 13-18 ára var skoðuð þróun á ferlinum, aukaæfingar, umboðsmenn og þjálfarar og hvaða áhrif þessir aðilar höfuð á viðkomandi. Og að síðustu var farið yfir aldurinn 19-38 ára þar sem skoðað var þjálfun, aukaæfingar, meiðsli og endurheimt og lífið utan fótboltans. Allir þátttakendur eiga það sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni og það virðist vera það sem keyrir þá alla áfram. Þeir hafa allir átt við meiðsli að stríða á ferlinum, mismikið þó og tala allir um hversu mikil þessi meiðsli hafa á andlega þáttinn sem þeir allir gáfu ekki nægilegan gaum, sérstaklega þegar þeir voru yngri.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Máni Austmann - lokaritgerð .pdf | 393,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |