Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47766
Markmið: Markmið þessarar rannsóknar voru að kanna (i) mun á getustigi árið 2024 á milli afreks- karla og kvenna í handknattleik sem voru hluti af unglingalandsliðum árið 2017, (ii) hvort munur væri á hugrænni færni, andlegum styrk og keppniskvíða milli getustiga 2024, (iii), hvort að samvirkniáhrif væru á milli kynja og getustigs við hugræna færni, andlegan styrk og keppniskvíða, (iiii) hvort hugræn færni, andlegur styrkur, keppniskvíði og kyn gætu spáð fyrir um getustig leikmanna árið 2024.
Aðferðir: Íslenskt unglingalandsliðsfólk (n=118) svöruðu TOPS, SMTQ og SAS spurningalistunum árið 2017. Gögn um á hvaða getustigi sama handknattleiksfólk spilaði var safnað árið 2024. Tölfræðiprófin kíkvaðrat, einhliða- og tvíhliða dreifigreining, og tvíkosta aðhvarfsgreining voru notuð til að greina gögnin.
Niðurstöður: Karlar voru líklegri til að vera atvinnumenn og/eða í landsliðinu en konur voru líklegri til að hætta. Megin áhrif sýndu að íþróttafólk sem var hætt hafði minni andlegan styrk og meiri keppniskvíða samanborið við atvinnumenn og/eða landsliðsfólk. Samvirkniáhrif fundust á milli kyns, leikstöðu og sjálfvirkni í keppni. Hærri keppniskvíði spáði minni líkum á að spila sem atvinnumaður og/eða í landsliðinu en aukum líkum á að hætta.
Umræður: Karlar voru aðallega í atvinnu- og/eða landsliðshlutverkum en konur voru líklegri til að hætta að spila handknattleik. Handknattleiksfólk sem var hætt sýndu minni andlegan styrk og meiri keppniskvíða samanborið við þá sem voru í atvinnumanna- og/eða landsliðsstöðum, þar sem keppniskvíði spáði fyrir um minni líkum á hærra getustigi og auknum líkum á að hætta.
Leitarorð: Handknattleikur, hungræn færni, andlegur styrkur, keppniskvíði
Objectives: This study‘s objectives were to examine (i) differences in playing levels in 2024 between male and female elite Icelandic handball players who were part of youth national teams in 2017, (ii) if Psychological skills (PS), mental toughness (MT), and competition anxiety scores differed significantly across the playing levels, (iii), how gender and playing levels interact with PS, MT, and competition anxiety scores, (iiii) if PS, MT, competition anxiety, and gender can predict playing levels in 2024.
Methods: Youth Icelandic national team players (n=118) answered the TOPS, SMTQ, and SAS questionnaires in 2017. Playing status of the same athletes was collected in 2024. Chi-square, one-way ANOVA, two-way ANOVA, and binary logistic regression were used for the data analysis.
Results: Men were more likely to be professionals and/or in the A-national team, while women were more likely to retire. Main effects showed retired athletes had lower mental toughness and higher competition anxiety compared to professionals and/or A-national team athletes. Interactive effects were found between gender, playing status, and automaticity in competition. High competition anxiety parameters predicted a lower likelihood of playing as a professional or in the national team while increasing the likelihood of retirement.
Discussion: Men were predominantly found in professional and/or A-national team roles, whereas women were more prone to retirement. Retired athletes exhibited lower mental toughness and higher competition anxiety compared to those in professional and/or A-national team positions, with competition anxiety parameters predicting a reduced likelihood of elite playing status and an increased likelihood of retirement.
Keywords: Handball, psychological skills, mental toughness, competition anxiety
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Steinunn - Where are they now? Effects of psychological skills, mental toughness, and competition anxiety on future playing level in elite Icelandic handball players.pdf | 830.31 kB | Lokaður til...01.06.2027 | Heildartexti | ||
beidni_um_lokun_Svansdottir.pdf | 401.56 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |