is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4777

Titill: 
  • Skrá yfir úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands ásamt efnislykli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið Skrá yfir úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands ásamt efnislykli er 12 eininga lokaverkefni til BA prófs í bókasafns– og upplýsingafræði við Félags– og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Um er að ræða skráningu og efnislykil úrskurða Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands (BÍ) á tímabilinu 1966 til ársloka 2009. Verkefnið skiptist í inngang, aðalskrá, efnisorðaskrá og nafnaskrá, en að auki fylgir viðauki með siðareglum BÍ eins og þær hafa verið hverju sinni. Tilgangurinn með skránni er fyrst og fremst að auðvelda þeim sem sæti eiga í Siðanefnd BÍ leit í úrskurðum nefndarinnar og einnig þeim öðrum sem BÍ kann að veita aðgang að skránni. Í inngangi er greint frá því hvernig skráin var unnin og þar er einnig að finna leiðbeiningar um hvernig á að nota skrána. Allar heimildir sem notaðar voru við gerð verkefnisins eru tilgreindar í sérstakri skrá yfir heimildir og hjálpargögn að loknum inngangi. Aðalskráin inniheldur 188 færslur. Hver úrskurður er skráður eftir bókfræðilegum skráningar- og röðunarreglum og honum gefin efnisorð. Hverri færslu er gefið færslunúmer sem notað er til að vísa frá efnisorðaskránni og nafnaskránni til aðalskrárinnar og á það að auðvelda alla notkun skrárinnar.

Samþykkt: 
  • 27.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Siðanefnd.pdf1.05 MBLokaðurHeildartextiPDF