Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47787
Goðafoss er mjög vinsæll ferðamannastaður þar sem göngustígar hafa verið uppfærðir til að geta tekist á við mikinn fjölda gesta sem koma til að skoða fossinn. Valið var malbik sem efni í stígana þar sem það lofaði góðu aðgengi og þarfnaðist lítils viðhalds. Í þessari ritgerð er notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem malbikaðir göngustígar við Goðafoss er tilviksrannsókn til að komast að því hvaða áhrif malbikaðir göngustígar hafa á staðarandann og náttúruna, af hverju malbik varð fyrir valinu og að hvaða leyti malbikaðir göngustígar tryggja gott aðgengi og öryggi ferðamanna. Niðurstöður sýna að malbiksgönguleiðir eru áberandi og hafa neikvæð áhrif á staðbundinn anda þar sem manngerðar framkvæmdir taka yfir náttúruna. Gestir leita að íslenskri menningu sem hefur mikla möguleika á að sameinast við náttúruna hjá Goðafossi til að auka verðmæti svæðisins. Reynslan sýnir fram á að malbik, samanborið við bundið slitlag og hellulögn, endist vel og virðist að falli vel í landslagið. Niðurstaðan er sú að malbik er skaðlegt heilsu manna og hefur neikvæð umhverfisáhrif á nærliggjandi vistkerfi. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þessarar þekkingar við uppbyggingu ferðamannastaða sem og að stunda frekari rannsóknir á þessu sviði.
Goðafoss is a very popular tourist destination where its footpaths got upgraded to be able to deal with high numbers of visitors who come to see the waterfall. The choice of material for the footpaths fell on asphalt as it promised good local access and little maintenance. This study uses a qualitative research approach where the paved footpath at Goðafoss is the case study to find out what effect paved footpaths have on the local spirit and nature, why asphalt was chosen and to what extent paved footpaths ensure good access and safety for tourists. The results show that the asphalted footpaths are eye-catching and have a negative effect on the local spirit as man-made constructions overwhelm nature. Visitors are looking for Icelandic culture which has great potential to be integrated at Goðafoss to increase the value of the area. Experience shows that asphalt, compared to bound pavement (ísl. bundið slitlag) and permeable paving, lasts well and can fit into the landscape. Worrisome is the fact that asphalt is harmful to human health and has a negative environmental impact on the surrounding ecosystem. This knowledge should be included when a touristic destination is developed, which needs further research.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_lokaverkefni_SKEMMAN.pdf | 22,49 MB | Opinn | Skoða/Opna |