Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47788
Aðsókn ferðamanna á Íslandi hefur stóraukist undanfarin ár og er helsta ástæða fyrir komu þeirra til landsins, náttúran og umhverfið. Í þessari ritgerð eru rannsökuð áhrif og ávinningur jarðvarmanýtingar í ferðaþjónustu á Íslandi. Rannsóknin miðar að því að skilja hvernig jarðvarmanýting í ferðaþjónustunni getur haft áhrif á umhverfi og efnahagslíf landsins og hvaða hlutverki ferðaþjónustubændur geta gegnt í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærni í þessum efnum. Með síaukinni aðsókn þarf að huga að dreifingu ferðamanna um landið til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafna stöðu landshluta efnahagslega. Með aukinni nýtingu ferðaþjónustubænda á jarðvarma í eigin landi mætti ná þessum markmiðum. Einnig er farið yfir markaðssetningu og hvort eða hvernig ferðaþjónustubændur nýta jarðvarmann í sínu markaðsefni og hvaða úrbætur mætti gera þar á.
The number of tourists in Iceland has increased dramatically in recent years, and the main reason for their travels to Iceland is the nature and environment. In this thesis, the effects and benefits of using geothermal energy in the tourism industry in Iceland are studied. The research aims to understand how the use of geothermal energy in the industry can affect the environment and economy of the country and what role agritourism providers can play to promote sustainability in this regard. With the ever-increasing attendance, it is necessary to consider the distribution of tourists around the country to reduce negative environmental effects and equalize the situation of the country´s regions economically. These goals could be achived through increased use of geothermal energy by agritourism providers on their property of land. Marketing is also reviewed and whether or how agritourism providers are using geothermal energy in their marketing material and what improvements could be made there.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Lokaverkefni-Notkun jarðvarma hjá íslenskum ferðaþjónustubónda.pdf | 1,04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |